Tannverndarvika 1. – 5. febrúar

Dagana 1. -5. febrúar 2021 er tannnverndarvika hjá embætti Landlæknis. Í ár er áherslan á hvernig orkudrykkir hafa slæm áhrif á glerungseyðingu. Glerungseyðing er vaxandi vandamál hjá börnum og ungmennum á Íslandi. Mikil neysla sætra og sykurlausra orkudrykkja getur leyst upp ysta lag glerungsins sem eyðist og myndast ekki aftur. Orkudrykkir innihalda koffín sem er miðtaugaörvandi og ávanabindandi efni. Meðfylgjandi er myndband um glerungseyðingu.

(665) Glerungseyðing – stutt teiknimynd – YouTube