Þorrinn boðinn velkominn

Nemendur og starfsfólk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fögnuðu Þorra síðastliðinn Bóndadag með samsöng á sal skólans. Þorraþrællinn var sunginn ásamt nokkrum vel völdum lögum. Að sjálfsögðu var svo boðið upp á dýrindis þorramat í hádeginu við miklar og góðar undirtektir.