Skólaslit og útskrift 10. bekkinga

Fimmtudaginn 9. júní var skólaárinu 2021-2022 við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri slitið. Einnig fór fram útskrift nemenda 10. bekkinga sama dag í hátíðarsal skólans. Á útskriftarhátíðinni var þeim starfsmönnum sem eru að láta af störfum við skólann færður blómvöndur. Um leið og starfsmenn Barnaskólans þakka þessum starfsmönnum gjöfult og gott samstarf óskum við útskriftarnemendum til hamingju með áfangann og velfarnaðar í framtíðinni.