Fréttasafn

Fréttir frá Barnaskólanum Eyrabakka og Stokkseyri

Spilakvöld foreldrafélagsins

20. febrúar 2017

Vel var mætt á spilakvöld foreldrafélagsins síðastliðinn miðvikudag þar sem nemendur og foreldrar spiluðu félagsvist og gæddu sér á kaffiveitingum. Tvenn spilakvöld verða til viðbótar á miðvikudögum eftir annarleyfið. Takk fyrir góða þátttöku, hlökkum til næsta spilakvölds. Stjórn foreldrafélags BES

Lesa Meira >>

Lesið með foreldrum í skólanum

14. febrúar 2017

Nemendur yngra stigs Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri tóku foreldrana með sér í skólann nú í morgunsárið og buðu þeim upp á allskyns lestur. Bæði lásu nemendur og foreldrar saman, foreldrar fyrir nemendur og öfugt. Fjöldi foreldra mætti eða á […]

Lesa Meira >>

Skemmtileg heimsókn frá leikskólunum

3. febrúar 2017

Elsti árgangur leikskólans Brimver – Æskukot kom í heimsókn á skólabókasafnið á dögunum og áttu þar góða stund. Þau eru í umhverfisdeild leikskólans og voru að vinna saman í Grænfána verkefni um lýðheilsu. Eftir verkefnavinnu völdu þau sér nokkrar bækur að láni og héldu svo […]

Lesa Meira >>
Davíð Ævarr

Allir lesa, lesa og lesa!

26. janúar 2017

Föstudaginn 27. janúar hefst Allir lesa – landsleikur í lestri í þriðja sinn. Um er að ræða keppni í lestri, einstaklingar og hópar geta skráð sig og keppt um hverjir verja mestum tíma í lestur á landinu. Barnaskólinn tekur þátt […]

Lesa Meira >>

21. febrúar – skipulagsdagur

16. janúar 2017
Lesa Meira >>

Mikið lesið í BES

12. janúar 2017

Hafdís Sigurjónsdóttir bókavörður skólabókasafnsins var að birta mjög áhugaverðar tölur varðandi útlán bóka til nemenda 1. – 6. bekkja af skólabókasafninu. Árið 2016 tóku nemendur alls 3428 bók til lengri og skemmri útlána sem þýðir að hver nemandi tók tæplega […]

Lesa Meira >>

Syngjandi og brosandi í jólaleyfi

22. desember 2016

Litlu jól Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fóru fram miðvikudaginn 21. desember. Að loknum stofujólum með umsjónarkennurum sameinuðust nemendur og foreldrar ásamt starfsmönnum skólans á sal á Stokkseyri. Þar komu kórar skólans fram ásamt hljómsveitarvali undir stjórn Kolbrúnar Huldu Tryggvadóttur, […]

Lesa Meira >>

21. desember – Litlu jólin

21. desember 2016
Lesa Meira >>

Litlu jól 2016 og jólafrí

20. desember 2016

Miðvikudaginn 21. desember fara Litlu jól Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fram. Dagurinn hefst kl. 8:15 á stofujólum þegar umsjónarkennarar taka á móti sínum nemendum í heimastofum og eiga huggulega stund til kl. 10:00. Þá hefst hátíðardagskrá, jólahugvekja, jólahelgileikur, gengið […]

Lesa Meira >>

Foreldrafræðsla Siggu Daggar í Árborg

15. desember 2016

Dagana 12. – 15. desember nk. mun Sigga Dögg kynfræðingur koma með kynfræðslu inn í grunnskólana í Árborg fyrir nemendur í 9. og 10. bekk. Sigga Dögg mun í framhaldi af þeirri fræðslu vera með fyrirlestur fyrir foreldra í sal […]

Lesa Meira >>

Viðburðir á vegum foreldrafélags BES

13. desember 2016

Það er sannarlega af nægu að taka í desember. Vinna við búningagerð vegna jólaguðspjallsins fer fram í kvöld kl. 20.00 í skólanum á Stokkseyri. Á morgun, miðvikudaginn 14.desember, er jólabingó foreldrafélagsins í skólanum á Stokkseyri frá kl. 17.00 – 19.00. […]

Lesa Meira >>

Frábær árangur 9. bekkinga í forvarnarverkefni

9. desember 2016

Á dögunun spreyttu nemendur 9. bekkjar við Barnaskólann sig á verkefninu „hugsað um ungbarn“. Verkefnið er á vegum forvarnarnefndar Árborgar og snýr að fræðslu nemenda gagnvart ótímabærum þungunum og því ábyrgðamikla hlutverki að vera foreldri. Nemendur fengu dúkkur sem eru […]

Lesa Meira >>