Kæru foreldrar/forráðamenn barna í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri (bréf sent á forráðamenn í Mentor sunnudagskvöldið 25. apríl 2021).
Nemandi við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri hefur greinst með Covid-19. Nemandinn var síðast í skólanum þriðjudaginn 20. apríl en var ekki greindur með Covid fyrr en í gær, laugardaginn 24. apríl. Þetta þýðir að það er krafa smitrakningarteymis almannavarna og sóttvarnalæknis að öll börn í 1. – 6. bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, eigi að fara í sóttkví frá og með 25.04. 2021 til og með 27.04.2021 þar sem þau voru útsett fyrir smiti vegna COVID-19 veirunnar. Þið munið fá nánari upplýsingar frá smitrakningarteymi almannavarna og sóttvarnalæknis á næstu dögum sem og sms strikamerki sem þið þurfið að framsýna í sýnatökunni sem fram fer á sjöunda degi frá því að nemendur og starfsmenn voru útsettir – þriðjudaginn 27. apríl.
Skólastarf fellur því niður mánudag og þriðjudag á yngra stigi. Nemendur á yngra stigi fara í sýnatöku þriðjudaginn 27. apríl og geta mætt í skólann daginn eftir ef neikvæð niðurstaða liggur fyrir.
Ef ungt barn er sett í sóttkví er nauðsynlegt að fullorðinn einstaklingur fari í sóttkví með barninu. Vakin er athygli á að allir heimilismeðlimir þurfa að fara í sóttkví. Samkvæmt verklagi smitrakningarteymis þá er einungis barnið skráð formlega í sóttkví en forráðamaður sem er með barninu í sóttkví og aðrir heimilismeðlimir eru ekki skráð í sóttkví. Heimilismeðlimir geta skráð sig sjálfir í sóttkví á vefsíðunni heilsuvera.is. Barnið fær boð í sýnatöku á sjöunda degi en ekki forráðamaður eða aðrir heimilismeðlimir sem eru með barninu í sóttkví. Aftur á móti ef heimilismeðlimir fá einkenni þá skal óska eftir sýnatöku á vefsíðunni heilsuvera.is eða hringja í sína heilsugæslu ef viðkomandi hefur ekki aðgang að síðunni. Rétt er að minna á að heimilismeðlimir eiga að geta fengið vottorð um sóttkví í gegnum heilsuveru til staðfestingar fjarveru frá vinnu.
Rétt er að kynna sér einkenni COVID-19, því ekki er hægt að útiloka að þau gætu komið upp hjá þér eða fjölskyldu þinni á meðan þið eru í sóttkví. Við hvetjum ykkur eindregið til að hafa samband við heilsugæslu, netspjallið á heilsuvera.is eða vaktsíma 1700 ef grunur er um smit. Rétt er að árétta að mögulegt er að vera með COVID-19 án einkenna.
Farið varlega, virðið þær reglur sem gilda og kynnið ykkur vel allar leiðbeiningar sem eru aðgengilegar á vef embættis landlæknis og á www.covid.is.
Þið getið að sjálfsögðu leitað til okkar ef eitthvað er óljóst eða viljið koma einhverju á framfæri.
Kær kveðja,
Páll Sveinsson
Skólastjóri
pall@barnaskolinn.is – Sími 480-3200
Dear Parents / Guardians
A student of Barnaskólinn og Eyrarbakki an Stokkseyri has been diagnosed with Covid 19. We regret to inform you that the Civil Protection Authority ‘s Contact Tracing Team and the Office of the Medical Director of Health has instructed us that all children in 1.- 6. grades of Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri, should be quarantined from 25. 04. 2021 to 27.04.2021 as they may have been exposed to the COVID-19 virus. You will receive further information from the Contact Tracing Team in the next few days, as well as an SMS bar code that you must use for identification purposes when being tested for the virus on day 7 of your quarantine. We request your co-operation to ensure your safety and others.
The school is therefore closed for students in 1. -6. classes Monday and Tuesday. Students shall be tested on Thuesday and can return to the school on Wednesday if the tests show negative results.
One adult (parent or guardian) of younger children, in need of more adult supervision during the quarantine period, must also be in quarantine. Other members of the household must also be quarantined. The Civil Protection Authority ‘s Contact Tracing Team only requires the child to be officially registered in quarantine. The parent/guardian will not be officially registered in quarantine but is instructed to follow quarantine guidelines. The parent/guardian and other members of the household can register themselves in quarantine on the website heilsuvera.is. The child will be called in for testing on the seventh day of quarantine. The parent/guardian and other members of the household will not be called in for testing but should request a test if he/she experiences any symptoms. A test can be requested by contacting the local healthcare provider or through the heilsuvera.is website. The parent/guardian can request a medical certificate from their healthcare provider, to show why they are absent from work.
Please familiarise yourself with the symptoms of COVID-19, as symptoms could arise during the quarantine period. Do not visit any healthcare provider if you have symptoms. We advise you to contact your local healthcare centre, the online chat at Heilsuvera.is or call the 1700 hotline if you believe that anyone in your household is infected. We would also like to emphasise the fact that those infected with Covid 19 can be asymptomatic.
We encourage you to remain vigilant and to follow the guidelines published on the Directorate of Health’s website and at www.covid.is.
We encourage you to contact us if you require any help or information.
Best regards
Páll Sveinsson
Principal
pall@barnaskolinn.is – Sími 480-3200