Jólahefð
Í vikunni þáðu nemendur 10. bekkjar hið árlega boð frá Byggðasafni Árnesinga um að skreyta eftirlíkingu af elsta jólatré landsins í Húsinu á Eyrarbakka. Þessi heimsókn er ein af okkar uppáhalds hefðum í BES. Upprunalega jólatréð, sem er spýtutré frá árinu 1873 úr uppsveitum Árnessýslu, eignaðist safnið árið 1955 og hefur það verið hluti af […]
Ný stjórn foreldrafélags BES hefur hafið störf
Í morgun funduðu fulltrúar nýrrar stjórnar foreldrafélags Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri með stjórnendum skólans. Hlutverk foreldrafélagsins er að styðja við skólastarfið, stuðla að velferð og farsæld nemenda og efla tengsl heimila og skóla. Í nýrri stjórn foreldrafélagsins eru: Edda Bára Höskuldsdóttir, formaður, Hulda Dröfn Jónasdóttir, varaformaður, Sædís Ósk Harðardóttir, gjaldkeri, Áslaug Halla Elvarsdóttir, ritari, […]
Forvarnardagur Árborgar 2025
Miðvikudaginn 8. október tóku nemendur í 9. bekk BES þátt í Forvarnardeginum sem haldinn er árlega að frumkvæði forseta Íslands. Markmið dagsins er að vekja athygli á mikilvægum þáttum í forvarnarstarfi sem snúa að ungu fólki og fræða þau um hvernig þau geta hugað að eigin vellíðan. Nemendur fengu kynningu á ýmsu sem tengist forvörnum, […]
