25.8. Kennsla hefst
Kennsla hefst í dag samkvæmt stundaskrá.
24.8. Skólasetning 2015
Skólasetning verður mánudaginn 24. ágúst 2015.
Skólasetning 2015
Grunnskólar Sveitarfélagsins Árborgar verða settir mánudaginn 24. ágúst 2015. Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri setur sitt starfsár sem hér segir: Kl. 09.00 Skólasetning 1.–6. bekkjar, f. 2004−2009, á Stokkseyri. Kl. 11.00 Skólasetning 7.–10. bekkjar, f. 2000‒2003, á Eyrarbakka. Skólabíllinn fer frá skólanum á Eyrarbakka kl. 8.45 og frá skólanum á Stokkseyri kl. 10.45 fyrir þá sem þurfa. […]
Sumarlokun skrifstofu
Skrifstofa skólans er lokuð vegna sumarleyfa. Hún opnar á ný þriðjudaginn 4. ágúst n.k. Stjórnendur
Skólaslit mánudaginn 8. júní
Um leið og starfsmenn Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri þakka fyrir skólaárið sem hefur verið viðburðarríkt og gjöfult, minnum við á skólaslitin sem fram fara í húsnæði skólans á Stokkseyri mánudaginn 8. júní kl. 17:00 – 18:00. Gleðilegt sumar! Starfsfólk BES