Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Olladagar

By Guðrún Björg Aðalsteinssdóttir | 25. október 2011


Þriðjudaginn 25. okt. til föstudagsins 28. okt. er Olweusarvika í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Verkefni vikunnar er að vinna með einkunnarorð skólans  –



Jákvæðni     Metnaður      Virðing      Heiðarleiki




Þriðjudagur
Jákvæðnidagurinn. Bekkurinn ræðir saman um einkunnarorð skólans og fer yfir hvað þau merkja og hvað er hægt að gera til þess að vinna eftir þeim. Fókusinn í dag er á jákvæðni. Tala einnig um hvernig jákvæðni tengjast einelti eða baráttu gegn því.

Haustfrí

By Guðrún Björg Aðalsteinssdóttir | 11. október 2011

Föstudaginn 21. október og mánudaginn 24. október verður haustfrí í skólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Foreldrar athugið, þessa daga verður skólavistin Stjörnusteinar einnig lokuð.

Stjórnendur

_____________________________________________________________________

By Guðrún Björg Aðalsteinssdóttir | 5. október 2011

Haustþing kennara 2011. Breytingar á skólahaldi



Kæru forráðamenn!


Hið árlega haustþing kennara verður haldið á Hvolsvelli fimmtudaginn 6. október og föstudaginn 7. október.


Vegna þessa verða eftirtaldar breytingar gerðar á kennslu nemenda:


Fimmtudaginn 6. október lýkur kennslu kl. 12.20.


Föstudaginn 7. október  er enginn skóli vegna haustþingsins.


Skólavistin verður opin frá kl. 07.45-17:00 fyrir skráð börn  föstudaginn 07.10.



Skólastjóri
___________________________________________

Náttúrufræðileiðangur 6. bekkjar

By Guðrún Björg Aðalsteinssdóttir | 28. september 2011

Við í sjötta bekk fórum í mjög vel heppnaða náttúrufræðigöngu í dag 28.09. Lögðum af stað kl. 9 eftir að hafa borðað graut og komum aftur í hús kl. 11:30.


 

Útikennsla

By Guðrún Björg Aðalsteinssdóttir | 20. september 2011

Góða veðrið notað.
Um daginn brá Lene sér út á skólalóðina ásamt nemendum sínum, kveiktu þau upp í grillinu og bökuðu gómsætt brauð.
Hér eru myndir ásamt uppskrift að brauðinu.