STARFSDAGUR – VIÐTÖL – SKÓLAVIST
– Mánudaginn 21. febrúar verður starfsdagur hjá kennurum og frí hjá nemendum, vegna námsmat sem stendur yfir í þessari viku.
– Þriðjudaginn 22. febrúar er kennsla til hádegis, en nemendasamningaviðtöl hefjast kl. 12:20, skv. fundaboðum sem fóru í töskupóst 17/2.
– Miðvikudagur 23. febrúar er viðtaladagur skv. fundaboðum og engin kennsla.
Skólavistin Stjörnusteinar er opin kl. 8-17 mánudag og miðvikudag og kl. 12:20-17 þriðjudag.
VORÖNN hefst 24/2 skv. stundaskrá.
Leikskólanemendur í heimsókn
Væntanlegir nemendur í heimsókn.
Í dag mánudag 7. febrúar heimsótti elsti árgangur leikskólanema í Æsukoti og Brimveri, skólann. Hér var á ferðinni fríður hópur duglegra barna sem setjast munu á skólabekk í Barnaskólanum næsta haust, níu að tölu.