Nemandi úr 3. bekk vinningshafi í getraun
Nemendur 3. bekkjar við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri fengu ánægjulega heimsókn frá Brunavörnum Árnessýslu í dag. Þorsteinn Jón var dreginn út í getraun sem bekkurinn tók þátt í, Þorsteinn er annar tveggja vinningshafa úr Árnessýslu. Til hamingju Þorsteinn Jón!
Hollt og gott nesti
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri er heilsueflandi grunnskóli. Í vetur erum við að vinna með þátt heilsueflingarinnar sem snýr að mataræði og tannheilsu. Einn af þáttunum við þá vinnu er að gera skólareglur um nesti nemenda. Heilsueflingarteymi skólans er að vinna að gerð slíkra skólareglna í samráði við stjórnendur og munu nemendum, starfsmönnum og foreldrum […]
Skipulagsdagur og foreldraviðtöl
Mánudaginn 4. febrúar verður skipulagsdagur í grunnskólum Árborgar, nemendur verða í leyfi þann dag. Þriðjudaginn 5. febrúar eru svo viðtalsdagar, þá mæta nemendur með foreldrum sínum og hitta umsjónarkennara í viðtali. Viðtalið snýst að mestu um námsstöðu nemenda. Opið er fyrir skráningar á Mentor, systkynatafla opin frá 29. janúar og opið fyrir aðra að bóka […]