Laufabrauð á laugardaginn
Foreldrafélagið verður með laufabrauðsstund í skólanum á Stokkseyri, laugardaginn 8. des frá kl. 11-15 eða á meðan birgðir endast. Við ætlum að selja í pakka 2 óskorin laufabrauð fyrir 500kr. sem þið skerið að vild og svo verða herlegheitin steikt og þið takið þetta með heim. Á meðan verður boðið upp á kaffi, djús og […]
Jólamánuðurinn að ganga í garð
Nemendur og starfsfólk Barnaskólans hafa staðið í að skreyta húsnæði skólans hátt og lágt enda aðventan að bresta á. Í vikunni fóru svo nemendur 10. bekkja með Halldóru umsjónarkennara í Húsið á Eyrarbakka að skreyta elsta jólatré landsins. Gleðilega aðventu! Starfsfólk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri
Jólaskreytingadagur 30. nóvember
Föstudaginn 30. nóvember verður hinn árlegi jólaskreytingadagur hjá okkur í Barnaskólanum. Við munum skreyta skólastofur og rými húsnæðanna á bæði Stokkseyri og Eyrarbakka á milli grautar- og matarhlés. Við hvetjum nemendur til að koma með jólasveinahúfur eða einhver jólahöfuðföt. Skólinn býður nemendum yngra stigs upp á piparkökur og kakó. Bestu kveðjur, Starfsfólk Barnaskólans á […]