Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri í 2. sæti í Svakalegu lestrarkeppni Suðurlands! 📚🎉

By Fríða Rut Stefánsdóttir | 13. desember 2024

Dagana 16. október til 16. nóvember tóku nemendur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri þátt í Svakalegu lestrarkeppni skólanna á Suðurlandi. Keppnin var hörð, og alls lásu nemendur í þátttökuskólunum sex samanlagt 262.318 blaðsíður á einum mánuði, algjörlega magnað! Skólinn okkar stóð sig frábærlega og endaði í 2. sæti með glæsilegan meðaltalslestur, 312 blaðsíður á hvern […]

Stafrænt uppeldi – Fræðsla fyrir foreldra

By Fríða Rut Stefánsdóttir | 11. desember 2024

Miðvikudaginn 11.desember, kl. 20:00 býður forvarnarteymi Árborgar upp á fræðslu frá Heimili og skóla í Austurrými Vallaskóla. Fræðslan er haldin í framhaldi af fræðslu sem Heimili og skóli eru með dagana 9.-11. desember fyrir börn í 4., 5. og 6. bekk í Sveitarfélaginu Árborg um netöryggi. Í fræðslunni sem er ætluð foreldrum er farið yfir […]

Gjöf frá foreldrafélaginu

By Fríða Rut Stefánsdóttir | 27. nóvember 2024

Foreldrafélagið gaf skólanum gínu fyrir textíl og hefur hún fengið nafnið Besdía. Þökkum við foreldrafélaginu kærlega fyrir.

Fatasund

By Fríða Rut Stefánsdóttir | 15. október 2024

Sundkennsla nemenda er nú að ljúka þegar haustfrí hefst, og nemendur fara aftur í sund eftir páska þegar næsta sundnámskeið hefst. Nemendur í 5.-10. bekk enduðu sundnámskeiðið á hápunkti með því að hafa fatasund. Þar fengu nemendur tækifæri til að prófa að synda í venjulegum fötum, eins og peysu og buxum, sem reyndist bæði krefjandi […]

Forvarnardagur Árborgar

By Fríða Rut Stefánsdóttir | 4. október 2024

Miðvikudaginn 2. október tóku nemendur í 9. bekk þátt í Forvarnardegi Árborgar. Nemendum úr grunnskólum Árborgar var skipt í hópa og fengu kynningar á ýmsu tengdu forvörnum, heilsu og lífsstíl. Viðburðurinn var fræðandi og skemmtilegur, og nemendur okkar tóku virkan þátt. Hér má sjá myndir frá deginum.