Dagur gegn einelti
Miðvikudaginn 15. nóvember fór fram dagur gegn einelti í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Nemendur unnu þvert á bekki, skipuðust í blandaða hópa frá 1. -10 bekkjar og unnu að þematengdum verkefnum sem styrkja samtakamátt og hafa mikið og sterkt forvarnargildi gagnvart einelti. Dagurinn tókst afskaplega vel og var gerður góður rómur að vinnunni sem […]
Fjármálavit í 10. bekk
Á dögunum fengu nemendur í 10. bekk fræðslu frá Fjármálaviti, samtökum fjármálafyrirtæka um fjármál. Síðustu ár höfum við fengið heimsókn frá samtökunum þar sem fræðsla hefur verið veitt ásamt því að veita nemendum innblástur. Námsefnið sem unnið er með er hannað og þróað í samvinnu við kennara og kennaranema. Nánar um fyrirbærið Fjármálavit hér: www.fjarmalavit.is […]
Heimsókn frá Eistlandi
Við í Barnaskólanum fengum góða heimsókn í gær en þá tóku stjórnendur á móti sendinefnd skólafólks frá Eistlandi. Þau voru hingað komin til að kynna sér skólastarf Árborgar sem hefur vakið athygli víða. Fyrst fékk hópurinn ítarlega kynningu frá Fræðslusviði Árborgar í Ráðhúsinu og svo tóku skólaheimsóknir við. Stjórnendur kynntu nefndinni hugmyndafræði og framkvæmd Barnabæjar […]
Kynning frá Tónlistarskóla Árnesinga í 2. bekk
Nemendur í 2. bekk fengu heimsókn frá Tónlistarskóla Árnesinga á miðvikudaginn í síðustu viku. Það fengu þau kynningu á píanói, bassa, rafmagnsgítar og trommum. Þetta vakti mikla gleði hjá krökkunum og þá sérstaklega að fá að prófa herlegheitin. Við þökkum Tónlistarskólanum fyrir komuna og vonum að tónelskir snillingar úr 2. bekk skili sér í tónlistarnám. […]