VIRKIR VORDAGAR 29. MAÍ – 01. JÚNÍ 2017
Kæru foreldrar og forráðamenn Virkir Vordagar Virkir vordagar verða í BES dagana 29. maí – 01.júní. Þessa daga verður margt gert, ferðir ýmis konar og lýkur þessu á Fáranleikum BES fimmtudaginn 1. júní. Þessa daga lýkur skólastarfi kl. 13.15 og munu því nemendur koma örlítið fyrr heim. Skólavistin Stjörnusteinar Þessa daga opnar skólavistin kl. 13.15 […]
Forvarnarfyrirlestur frá Blátt áfram á Eyrarbakka
Nemendur 8. og 9. bekkjar fá heimsókn eftir hádegi í dag. Fulltrúi frá Blátt áfram verður með forvarnarkynningu á samskiptum kynjanna, hvað teljast eðlileg samskipti, hvenær er farið út fyrir eðlilegan samskiptaramma og svo framvegis. Strákarnir fá sinn fyrirlestur kl. 12:35 -13:15 í Hálsakoti og stúlkurnar kl. 13:15 – 13:55. Foreldrafundur verður haldinn kl. 17:00 […]
Ferð í fuglafriðlandið
Fimmtudaginn 18. maí sl. fóru 3. og 4. bekkur ásamt kennurum og stuðningsfulltrúa sínum saman í vettvangsferð í Fuglafriðlandið í Flóa. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur var með í för og sagði okkur frá Fuglafriðlandinu og fræddi okkur um fuglana á svæðinu. Krakkarnir höfðu sjónauka/ kíki meðferðis, nesti og góða skapið. Ferðin gekk mjög vel þrátt […]
SAFT kynning um örugga netnotkun
Við minnum á fyrirlestra frá SAFT – http://www.saft.is/ – á morgun, miðvikudaginn 17. maí. Nemendur fá kynningu og fræðslu á skólatíma en fundur fyrir foreldra verður í skólanum kl. 17:30. Við hvetjum alla foreldra nemenda í BES til að mæta. Efni kynningarinnar/fræðslunnar er þetta: Erindi fyrir foreldra Í fræðsluerindinu er farið yfir einkenni tælingarmála og hvað […]
Lopi sýndi Morð
Leikhópur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri vann í vetur hörðum höndum að uppsetningu leikverksins Morð eftir Ævar Þór Benediktsson. Uppsetningin var liður í Þjóðleik sem sem er leiklistarhátíð grunnskólanna og fer fram annað hvert ár. Magnús J. Magnússon, skólastjóri BES, leikstýrði hópnum sem frumsýndi verkið á Þjóðleik í Hvergerði í lok apríl. Í kjölfarið sýndi […]