Fjölmennt á opnu húsi í BES
Starfsfólk og nemendur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri þakka íbúum og öðrum velunnurum skólans fyrir heimsóknina í dag á opið hús í nýbyggingu skólans á Eyrarbakka. Það voru fjölmargir sem komu og gæddu sér á vöfflum með rjóma og skoðuðu húsnæðið. Það var ekki annað að sjá en að íbúar væru ánægðir með aðbúnaðinn og […]
Opið hús á Eyrarbakka föstudaginn 10. febrúar
Í tilefni af 170 ára afmæli Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri og að skólinn var að taka í gagnið nýtt húsnæði á Eyrarbakka, bjóðum við íbúum svæðisins og öllum áhugasömum að koma í heimsókn föstudaginn 10. febrúar milli klukkan 12:30 og 13:50. Nemendur og starfsfólk unglingastigs mun bjóða uppá vöfflukaffi og leiðsögn um skólahúsnæðið. Verið […]
Skólaakstur hefst klukkan 10:00
Skólabíll ekur eins og hér segir kl. 10:00 Frá hringtorgi við Baldurshaga/Sumarbústaði STO kl. 10:03 Frá Þuríðarbúð kl. 10:05 Frá Skóla STO – að skóla EYR Rútan fer svo hringinn á Eyrarbakka og frá skóla á Eyrarbakka klukkan 10:30. ATH! Íþróttir í 3. og 4. bekk verða í skólanum á Stokkseyri
Skólaakstur hefst í fyrsta lagi klukkan 10:00
Veðurmælar á Eyrarbakka sýna enn 27 metra í hviðum og því mun GTS ekki aka skólabíl alveg strax. Endurskoðum stöðuna klukkan 10:00. Starfsfólk er mætt til vinnu og börnin eru velkomin.
Veðurspáin stóðst
Við mælum með að foreldrar haldi börnum sínum heima þar til veðrinu slotar og skilaboð koma frá skóla. Það eru 3 starfsmenn í húsi á Stokkseyri ef einhver börn koma og líklega verður húsið á Eyrarbakka opnað klukkan 7:30. Farið varlega!