Góðar skólavökur í BES
Skólavökur Barnaskólans fóru fram þriðjudagana 13. og 20. september. Góð mæting var á vökurnar og góð stemning myndaðist. Skólinn kynnti helstu áherslur vetrarins, Mentor, nýtt námsmat, heilsueflingu og fleira. Nemendur fluttu tónlist undir stjórn Kolbrúnar tónmenntakennara við góðar undirtektir viðstaddra.
Skólavaka á Stokkseyri þriðjudaginn 20. september
Þriðjudaginn 20. september fer skólavaka Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fyrir yngra stig fram á Stokkseyri kl. 17:30. Þar verður skólastarfið 2016-2017 kynnt nemendum, foreldrum/forráðamönnum og fjölskyldum. Nemendur 10. bekkjar verða með súpusölu í fjáröflunarskyni fyrir skólaferðalag. Mikilvægt er að sem flestir mæti og kynni sér starf vetrarins og sjái hvaða áherslur eru í skólastarfinu […]
Fyrirlestur um lesblindu og athyglisbrest
Á dögunum kom Finnur Andrésson úr Þorlákshöfn og heimsótti unglingastig BES á Eyrarbakka. Tilgangur heimsóknarinnar var að fræða nemendur og starfsfólk um hvernig hann hafði tekist á við sína lesblindu í skóla og hvernig hann vann úr og með henni síðar á lífsleiðinni. Finnur, sem glímdi einnig við mikinn athyglisbrest og ofvirkni sem barn, náði […]