Súpufundur um netfíkn
Samborg í samvinnu við fræðslusvið Árborgar er með fyrirlestur 5. apríl kl 19:00 í Fjallasal Sunnulækjarskóla. Haldið verður áfram að fjalla um tölvuvanda og tölvufíkn barna og unglinga en Friðþóra Arna Sigþórsdóttir hélt fjölsótt erindi í byrjun mars. Núna mun Eyjólfur Örn Jónsson sálfræðingur flytja erindi um um ofnotkun internetsins sem einnig hefur verið kölluð netfíkn. […]
Árshátíð yngra stigs 1. apríl
Árshátíð Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri verður haldin í skólahúsinu á Stokkseyri föstudaginn 01. apríl. Hátíðin hefst kl. 09:00 með hátíðardagskrá á sviði og síðan kaffiveitingum að henni lokinni. Nemendur mæta samkv. stundaskrá í skólann. Þau þurfa því að hafa fínu fötin með sér í skólann að morgni eða bara koma í þeim! Eftirfarandi skipulag verður á […]
Yngra stig Barnaskólans verðlaunað fyrir lestur
Fimmtudaginn 17. mars voru veittar viðurkenningar fyrir lestrarátakið „Allir lesa“ í Barnaskólanum á Stokkseyri. Hafdís Sigurjónsdóttir skólabókavörður skólabókasafnsins veitti veglegri bókagjöf viðtöku fyrir hönd skólans af þessu tilefni frá www.allirlesa.is. Nú hafa 18 nýjar bækur bæst við safnið og má með sanni segja að þær hafi komist í góðar hendur. Nemendur á miðstigi sigruðu í […]
Frestun árshátíðar
Árshátíð Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri sem halda átti 18. mars er frestað vegna veikinda starfsmanna og nemenda. Hún verður haldin föstudaginn 1. apríl. Nánari dagskrá send út þriðjudaginn 29. mars. Kveðja, Nemendur og starfsfólk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri
Nýjung á skólabókasafni BES
Sú nýbreytni hefur verið tekin upp á skólabókasafni Barnaskólans að nemendur í 6. bekk mæla með bók fyrir nemendur BES. Í hverri viku eru 2 nemendur úr 6. bekk fengnir til þess að mæla með bók eða bókaflokk sem þeim finnst góður og þess virði að lesa. Þessi gjörningur hófst í byrjun mars vera í gangi […]