Miðstig BES sigraði í Allir lesa!
Í síðustu viku bárust þær gleðilegu fréttir að miðstig BES hefði sigrað lestarkeppnina í sínum flokki í Allir lesa, landsleikur í lestri sem staðið hefur yfir á þorranum – til hamingju með það og alveg hreint glæsilegur árangur hjá nemendum miðstigsins. Yngsta stigið var svo í fjórða sæti í sama flokki – sannarlega flottur árangur […]
Fyrirlestur um tölvufíkn
Þriðjudaginn 1. mars fer fram fyrirlestur og kynning á tölvufíkn í Sunnulækjarskóla kl. 18:00. Það er Samborg sem stendur fyrir fræðslunni, léttar veitingar í boði.
Verkefnadagur, viðtalsdagur og vetrarfrí
Þriðjudaginn 23. febrúar er verkefnadagur kennara í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri, nemendur eru í leyfi þann dag. Miðvikudaginn 24. febrúar er viðtalsdagur á Stokkseyri þar sem nemendur og foreldrar funda með umsjónarkennara um sína námsstöðu. Fimmtudaginn 25. og föstudaginn 26. febrúar er svo vetrarfrí. Skólavistin Stjörnusteinar er opin sem hér segir: Þriðjudag kl. 07:45-16:30 […]
Fimir nemendur Barnaskólans
Síðastliðinn laugardag héldu 33 börn úr BES á sitt annað hópfimleikamót Hamars í Hveragerði. Þau stóðu sig með eindæmum vel og voru sér og öðrum til sóma. Bestu kveðjur frá fimleikaþjálfurunum, Ingibjörgu Markúsdóttur og Ásdísi Maríu Magnúsdóttur.
112 dagurinn er í dag!
112-dagurinn er haldinn um allt land í dag og er sjónum að þessu sinni beint að almannavörnum. Aðstandendur dagsins fræða almenning um almannavarnir og er sérstök áhersla lögð á að fjalla um viðbúnað og viðbrögð almennings við náttúruhamförum á borð við jarðskjálfta og óveður. Neyðarlínan fagnar einmitt 20 ára afmæli um þessar mundir en 1. janúar […]