Seinkun á skólaakstri í dag þriðjudaginn 12. janúar
Vegna veðurs og færðar verður seinkun á skólaakstri í dag. Tilkynning um skólaakstur verður sent á Mentor og heimasíðu!
Áramótakveðja og fréttabréf fræðslusviðs
Kæru foreldrar/forráðamenn. Um leið og við óskum ykkur gleðilegs árs sendum við út nýársfréttabréf fræðslusviðs. Þar eru nokkrar fréttir frá skólum sveitarfélagsins og skólaþjónustu og fjallað um hluta af því sem er á döfinni á næstunni. Á forsíðu er fjallað um stjórnendanámskeið sem haldið var fyrir áramót, HAM-námskeið fyrir unglinga sem verða í boði á […]
Vasaljósaferð 3. bekkjar
Þriðji bekkur skellti sér í vasaljósaferð fimmtudaginn 17. desember í fyrsta tíma. Nemendum var skipt í 3 hópa, sem fengu það verkefni að halda fund og ákveða nafn á hópinn, hópkall, jólalag til að syngja eftir hverja þraut og velja líka einn ritara og einn til að vera skrifborð. Hóparnir fengu nöfnin Sléttuhundarnir, Snæfinnur og […]
Indverski listamaðurinn Baniprosonno í BES
Á þriðjudaginn var fengum við í BES alveg ótrúlega skemmtilega heimsókn til okkar á Stokkseyri. Til okkar kom indverski listamaðurinn BANIPROSONNO og kona hans Putul. Þau hafa margoft komið til Íslands og þá haldið listasmiðjur í Listasafni Árnesinga, bæði fyrir kennara og börn og á fleiri stöðum um landið. Baniprossonno kom með smiðju sem heitir […]
Breytingar á leiðarkerfi Strætó
Þann 3. janúar næstkomandi verða eftirfarandi breytingar gerðar á leiðarkerfi Strætó: Tvær stoppistöðvar bætast við í Árborg á leiðum 74 og 75, annars vegar við Barnaskólann á Stokkseyri og hins vegar við Eyrarveg 11 á Selfossi (Eyrarvegur / Kirkjuvegur). Stoppistöðin Orkan Selfossi verður Olís Selfossi og verður staðsett á móti Olís. Leið 75 Ferð kl. […]