Fimmtudaginn 26. mars fór árshátíð yngra stigs fram á Stokkseyri. Nemendur 6. bekkjar sáu um leikrænar kynningar og nemendur 1. – 5. bekkja fluttu frábær skemmtiatriði. Að lokinni skemmtidagskrá seldu nemendur 10. bekkjar kaffi og veitingar í fjáröflunarskyni. Hátíðin var vel sótt af foreldrum og tókst framkvæmd hennar með eindæmum vel. Allir nemendur og allt starfsfólk á heiður skilinn fyrir stórkostlegan árshátíðardag.
