Miðvikudaginn 30. september fer útivistardagur BES fram á Stokkseyri. Nemendur mæta kl 8:15 og sinna hefðbundnu námi fyrstu tvo tíma dagsins en fara svo í blandaða nemendahópa 1. – 10. bekkja og leysa þrautir og verkefni tengt verkefninu Lesið í náttúruna. Að því loknu verður grillað ofan í alla og skolað niður með mjólk enda alþjóðlegi mjólkurdagurinn á miðvikudaginn. Skóla lýkur að matartíma loknum og nemendum verður ekið heim kl. 13:15.
