Veðurviðvörun

Veðurútlit fyrir næsta sólarhring er ekki gott. Spáin er 20 -23 m/s eftir hádegi í dag. Vegna þessa mun rútan ekki vera í akstri eftir kl. 13:00 Þetta gerir það að verkum að skólahald fellur niður eftir kl. 12:30. Þá munu nemendur fara heim. Það er gul viðvörun frá Veðurstofu til kl. 13 á morgun þannig að við munum setja inn fréttir á heimasíðu og facebooksíðu í fyrramálið. Fylgist vel með.