Nemendaráð hefur gefið út viðburðadagatal fyrir vorönn 2018. Nemendaráð sat yfir dagatalinu og matreiddi flotta og fjölbreytta dagskrá þar sem kennir margra grasa. Nemendur ætla m.a. að halda símalausa daga í frímínútum og hádegishléi einu sinni í mánuði og einbeita sér að eðlilegum samskiptum , spilum útivist og fleira sem í boði er. Viðburðadagatalið er að finna neðar á heimasíðu skólans undir „bréf og tilkynningar“.
