Viðburðadagatal unglingastigs

Nemendaráð hefur gefið út viðburðadagatal fyrir vorönn 2018. Nemendaráð sat yfir dagatalinu og matreiddi  flotta og fjölbreytta  dagskrá þar sem kennir margra grasa. Nemendur ætla m.a. að halda símalausa daga í frímínútum og hádegishléi einu sinni í mánuði og einbeita sér að eðlilegum samskiptum , spilum útivist og fleira sem í boði er. Viðburðadagatalið er að finna neðar á heimasíðu skólans undir „bréf og tilkynningar“.