Dorothee, mamma hennar Sunnu í 4. bekk, kom í dag og sýndi okkur ýmis konar fatnað, muni og myndir tengt víkingatímabilinu. Einnig kom hún með myndir af ferðalögum sínum á víkingaslóðir. Nemendur voru mjög áhugasamir og fengu að máta fötin og prófa munina og vakti það mikla kátínu. Ragnar smíðakennari kom einnig með stórt sverð sem hann hafði smíðað á yngri árum og máttu menn hafa sig alla við að halda á því, slík var þyngdin.
Með Dorotthee komu síðan góðir vinir hennar uppáklæddir í víkingaskrúða og með stóran skjöld.
Lene heimilisfræðikennari hafði um morguninn bakað hafrakökur að hætti víkinga sem við gæddum okkur á í lok tímans. Þetta var fróðleg og skemmtileg heimsókn og þökkum við í 4. bekk Dorothee og félögum kærlega fyrir komuna.