Guðrún Björg Aðalsteinssdóttir

Námskeið um stafræna borgaravitund og ábyrga netnotkun

Heimili og skóli og SAFT vekja athygli á námskeiðinu: Netið okkar Námskeiðið Netið okkar er ókeypis og opið öllum en einkum ætlað skólafólki, foreldrum og öðrum sem koma að uppeldi og menntun ungmenna. Það er sjálfstætt framhald námskeiðsins Netið mitt sem var í boði á vormisseri 2017 en þá var fjallað um borgaravitund og lýðræði, […]

Námskeið um stafræna borgaravitund og ábyrga netnotkun Read More »

Samlestur í tungumálakennslu

Í ensku- og dönskukennslu höfum við á unglingastigi verið með svokallaðan kórlestur/samlestur, hann virkar þannig að nemendur lesa upphátt texta úr lesbókum í tvær mínútur, hver á sínum hraða. Nemendur merkja með blýanti í lesbókina, lesa síðan sama texta frá byrjun aftur í tvær mínútur og sjá hversu miklum framförum þau taka á milli skipta.

Samlestur í tungumálakennslu Read More »

Skákkennsla í Fischersetri

Fischersetrið á Selfossi mun í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg og Skákskóla Íslands standa fyrir skákkennslu fyrir grunnskólabörn í Fischersetrinu á sunnudögum frá kl. 11.00–12.30. Yfirumsjón með kennslunni hefur Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands. Alls verða þetta 10 sunnudagar og fyrsti tími verður sunnudaginn 8. október n.k.  Þeir sem hafa áhuga á skákkennslunni eru

Skákkennsla í Fischersetri Read More »

Skólasetning skólaársins 2017-2018

Skólasetning skólaársins 2017-2018 í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri verður þriðjudaginn 22. ágúst n.k. Setning starfsárs yngra stigs, 1. – 6. bekkjar, fer fram í húsnæði skólans á Stokkseyri kl. 9:00 og eldra stigs, 7. – 10. bekkjar, fer fram í húsnæði skólans á Eyrarbakka kl. 11:00. Skólarútan keyrir sem hér segir: 08:45     EYR –

Skólasetning skólaársins 2017-2018 Read More »