29. september – samræmd próf 4. bekk
29. september – samræmd próf 4. bekk Read More »
Stofnaður hefur verið unglingakór Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri og er það í fyrsta sinn í mörg ár sem það er gert. Stjórnandi kórsins verður Kolbrún Hulda Tryggvadóttir og munu æfingar fara fram í tónmenntastofu skólans á Stokkseyri á mánudögum kl. 14:30-15:10. Ýmislegt verður brallaði í vetur, kórferðalög, tónleikar og ýmislegt er á dagskránni. Nánari
Kóræfingar unglingakórs Read More »
Föstudaginn 16. september s.l. var dagur íslenskrar náttúru haldinn hátíðlegur í Barnaskólanum með gróðursetningu fallegs reynitrés í Þuríðargarði. Það var framkvæmdastjóri Árborgar, Ásta Stefánsdóttir, sem kom færandi hendi og afhenti skólanum reyninn til gróðursetningar. Það var svo Magnús J. Magnússon, skólastjóri Barnaskólans, sem plantaði gjöfinni fagmannlega með aðstoð nemenda.
Dagur íslenskrar náttúru Read More »
Skólavökur Barnaskólans fóru fram þriðjudagana 13. og 20. september. Góð mæting var á vökurnar og góð stemning myndaðist. Skólinn kynnti helstu áherslur vetrarins, Mentor, nýtt námsmat, heilsueflingu og fleira. Nemendur fluttu tónlist undir stjórn Kolbrúnar tónmenntakennara við góðar undirtektir viðstaddra.
Góðar skólavökur í BES Read More »
Þriðjudaginn 20. september fer skólavaka Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fyrir yngra stig fram á Stokkseyri kl. 17:30. Þar verður skólastarfið 2016-2017 kynnt nemendum, foreldrum/forráðamönnum og fjölskyldum. Nemendur 10. bekkjar verða með súpusölu í fjáröflunarskyni fyrir skólaferðalag. Mikilvægt er að sem flestir mæti og kynni sér starf vetrarins og sjái hvaða áherslur eru í skólastarfinu
Skólavaka á Stokkseyri þriðjudaginn 20. september Read More »
Á dögunum kom Finnur Andrésson úr Þorlákshöfn og heimsótti unglingastig BES á Eyrarbakka. Tilgangur heimsóknarinnar var að fræða nemendur og starfsfólk um hvernig hann hafði tekist á við sína lesblindu í skóla og hvernig hann vann úr og með henni síðar á lífsleiðinni. Finnur, sem glímdi einnig við mikinn athyglisbrest og ofvirkni sem barn, náði
Fyrirlestur um lesblindu og athyglisbrest Read More »
Þriðjudaginn 13. september fer skólavaka eldra stigs fram í húsnæði skólans á Eyrarbakka kl. 17:30. Þar fer fram kynning á starfi skólans í vetur, áhersla verður lögð á notkun Mentor, nýtt námsmat og heilsueflingu. Við óskum þess að foreldrar/forráðamenn mæti ásamt ykkar börnum og eigið með okkur góða stund, mikilvægt er að mynda góð tengsl
Skólavaka unglingastigs á Eyrarbakka Read More »