Fréttir

Jól í skókassa í BES 2. nóvember

Foreldrafélag Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri stendur fyrir „Jólum í skókassa“ í dag í skólanum á Stokkseyri kl. 17:30 – 19:30. Þar verða settar upp aðstæður til að útbúa gjafir fyrir „Jól í skókassa“. Kaffi og djús í bóði foreldrafélags. Foreldrafélag BES hvetur alla til að koma og taka þátt. Hafið með ykkur tóma skókassa, lím, […]

Jól í skókassa í BES 2. nóvember Read More »

Nemenda- og foreldraviðtöl 6. nóvember

Kæru foreldrar/forráðamenn. Foreldra- nemendaviðtöl fara fram þriðjudaginn 6. nóvember n.k. í húsnæði skólans á Stokkseyri. Markmiðið með viðtölunum er að ræða líðan og stöðu nemenda í skólanum. Umsjónarkennarar senda út rafræna sjálfsmatskönnun sem við viljum biðja forráðamenn að svara með sínum börnum. Opnað verður fyrir skráningu í foreldraviðtölin á mentor.is kl. 10:00 þriðjudaginn 30. október

Nemenda- og foreldraviðtöl 6. nóvember Read More »

Ensk ljóð flutt á Sólvöllum

Nemendur í 9. og 10. bekk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri  fóru fimmtudaginn 11. október í heimsókn á dvalaheimilið Sólvelli á Eyrarbakka. Tilgangurinn með heimsókninni var að lesa ljóð á ensku og útskýra stuttlega innihald ljóðanna á íslensku. Þarna fengu nemendur þjálfun í framburði og túlkun og einnig í flutningi á ensku. Viðtökurnar voru góðar

Ensk ljóð flutt á Sólvöllum Read More »

Barnaskólinn útvegar nemendum sundgleraugu

Á dögunum keypti Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri 20 sundgleraugu til notkunar fyrir nemendur í skólasundi. Ekki er vaninn að skólar útvegi slíkan búnað fyrir nemendur en við viljum gera betur og aðstoða með þessum hætti nemendur við að ná árangri í sundi. Gleraugun eru í BES-bláum lit og vöktu mikla lukku í vikunni. Við

Barnaskólinn útvegar nemendum sundgleraugu Read More »

Stórskemmtileg skólavaka

Skólavaka Barnaskólans fór fram miðvikudaginn 26. september en þar kynnti skólinn starf sitt og áherslur skólaársins. Magnús J. Magnússon skólastjóri setti vökuna og sagði frá sýn skólans, þar sem nemendandinn væri stöðugt í fyrirrúmi. Ragnheiður Jónsdóttir kynnti forvarnarstarf gegn einelti og Sædís Harðardóttir sagði frá lestrarstefnu skólans. Að því loknu fóru foreldrar og forráðamenn og

Stórskemmtileg skólavaka Read More »