Fréttir

Mikið lesið í BES

Hafdís Sigurjónsdóttir bókavörður skólabókasafnsins var að birta mjög áhugaverðar tölur varðandi útlán bóka til nemenda 1. – 6. bekkja af skólabókasafninu. Árið 2016 tóku nemendur alls 3428 bók til lengri og skemmri útlána sem þýðir að hver nemandi tók tæplega 47 bækur á árinu að meðaltali. Þetta eru frábærar tölur og gríðarlega flott starf sem […]

Mikið lesið í BES Read More »

Syngjandi og brosandi í jólaleyfi

Litlu jól Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fóru fram miðvikudaginn 21. desember. Að loknum stofujólum með umsjónarkennurum sameinuðust nemendur og foreldrar ásamt starfsmönnum skólans á sal á Stokkseyri. Þar komu kórar skólans fram ásamt hljómsveitarvali undir stjórn Kolbrúnar Huldu Tryggvadóttur, nemendur 4. bekkjar sýndu helgileikinn, Elín Lóa flutti hugvekju og svo var gengið í kringum

Syngjandi og brosandi í jólaleyfi Read More »

Litlu jól 2016 og jólafrí

Miðvikudaginn 21. desember fara Litlu jól Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fram. Dagurinn hefst kl. 8:15 á stofujólum þegar umsjónarkennarar taka á móti sínum nemendum í heimastofum og eiga huggulega stund til kl. 10:00. Þá hefst hátíðardagskrá, jólahugvekja, jólahelgileikur, gengið í kring um jólatréð í skólanum á Stokkseyri og jólin sungin inn. Jólasveinarnir munu að

Litlu jól 2016 og jólafrí Read More »

Viðburðir á vegum foreldrafélags BES

Það er sannarlega af nægu að taka í desember. Vinna við búningagerð vegna jólaguðspjallsins fer fram í kvöld kl. 20.00 í skólanum á Stokkseyri. Á morgun, miðvikudaginn 14.desember, er jólabingó foreldrafélagsins í skólanum á Stokkseyri frá kl. 17.00 – 19.00. Fjölmennum á báða þessa viðburði!!! Starfsmenn og foreldrar BES

Viðburðir á vegum foreldrafélags BES Read More »

Frábær árangur 9. bekkinga í forvarnarverkefni

Á dögunun spreyttu nemendur 9. bekkjar við Barnaskólann sig á verkefninu „hugsað um ungbarn“. Verkefnið er á vegum forvarnarnefndar Árborgar og snýr að fræðslu nemenda gagnvart ótímabærum þungunum og því ábyrgðamikla hlutverki að vera foreldri. Nemendur fengu dúkkur sem eru forritaðar líkt og ungbörn sem þýddi að nemendur þurfu að bregðast við ungbarnagráti að nóttu

Frábær árangur 9. bekkinga í forvarnarverkefni Read More »

Jólagluggi Árborgar í BES

Þriðjudaginn 6. desember vígðu nemendur og starfsfólk Barnaskólans á Eyrabakka og Stokkseyri jólaglugga Árborgar. Yngra stig skólans heimsótti það eldra á Eyrarbakka og tók þátt í gleðinni með eldri nemendum. Kátt var á hjalla, jólalög sungin og mikið fagnað þegar gluggi BES var afhjúpaður. Það voru nemendurnir Kristrún, Linda, Agnes, Andrea, Ingunn, og Eydís sem áttu

Jólagluggi Árborgar í BES Read More »

Falleg skilaboð til lánþega almenningsbókasafnsins

Nemendur í Barnaskólanum fóru á baráttudegi gegn einelti og dreifðu hamingjukrukkum á hina ýmsa staði á Eyrarbakka og Stokkseyri. Hafdís á skólabókasafninu ákvað að fá nemendur í 3. bekk í lið með sér og halda áfram að dreifa fallegum skilaboðum út til þorpsbúa með því að skrifa þau á minnismiða og setja inn í nýjar bækur.

Falleg skilaboð til lánþega almenningsbókasafnsins Read More »