Fréttir

Starfsdagur og foreldraviðtöl í BES

Starfsdagur kennara er mánudaginn 17. nóvember og þá er frí hjá nemendum. Viðtalsdagur er þriðjudaginn 18. nóvember og fara viðtöl fram á Stokkseyri.  Foreldrar fá úthlutað viðtalstíma með börnum sínum. Ef tíminn hentar ekki hafið þið samband við umsjónarkennara. Skólavistin er opin frá 07.45 þessa daga og eru forráðamenn beðnir um að láta skólavistina vita

Starfsdagur og foreldraviðtöl í BES Read More »

Árshátíð unglingastigs BES 2014

Á dögunum fór árshátíð unglingastigs BES fram í húsnæði skólans á Stokkseyri. Nemendur stigsins breyttu sal skólans í stórglæsilegan hátíðarsal fyrr um daginn og mættu svo í sínu fínasta pússi á hátíðina um kvöldið. Þar var snæddur dásamlegur hátíðarkvöldverður, grísasteik með ís og ávöxtum í eftirrétt. Að borðhaldi loknu skemmtu bekkir stigsins sér og starfsfólki

Árshátíð unglingastigs BES 2014 Read More »

Olweusardagurinn í BES

Föstudaginn 7. nóvember síðastliðinn var Olweusardagurinn haldinn í Barnaskólanum á Eyrabakka og Stokkseyri en dagurinn er baráttudagur gegn einelti. Nemendur og starfsfólk skólans klæddust grænum lit en græni liturinn táknar samstöðu og vinskap og er einnig litur verndarans í Olweusarverkefninu. Eldri nemendur skólans sóttu yngri vinabekki í heimastofur og söfnuðust allir á sal skólans þar

Olweusardagurinn í BES Read More »

Jól í skókassa

Miðvikudaginn 5. nóvember næstkomandi fer fram hátíðin Jól í skókassa í húsnæði BES á Stokkseyri. Nemendaráð unglingastigs mun selja vöfflur og kakó en húsnæðið er opið milli kl. 17 og 19. Á heimasíðu KFUM og KFUK er að finna eftirfarandi upplýsingar um Jól í skókassa: „Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því

Jól í skókassa Read More »

Árshátíð unglingastigs

Fimmtudagskvöldið 23. október næstkomandi fer árshátíð unglingastigs fram í húsnæði skólans á Stokkseyri. Húsið opnar kl. 19:00 og hefst borðhald kl. 19:30. Að loknu borðhaldi sýna nemendur skemmtiatriði og stíga svo frískan dans í kjölfarið. Dansleik lýkur kl. 23:00 og hefst þá frágangur, rútur fara heim kl. 23:30. Miði á árshátíðina kostar kr. 1500 og

Árshátíð unglingastigs Read More »

Haustfrí

Föstudaginn 17. október og mánudaginn 20. október er haustfrí í grunnskólum Árborgar. Fellur þá allt skólastarf niður í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Skólavistin Stjörnusteinar verður einnig lokuð þessa daga. Skólastarf hefst skv. stundarskrá þriðjudaginn 21. október   Kveðjur Starfsmenn Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri

Haustfrí Read More »

Skólavaka á Stokkseyri

Næstkomandi miðvikudag, 15. október, fer fram skólavaka í húsnæði BES á Stokkseyri. Dagskráin hefst kl 17:00 og stendur til kl. 18:30. Á dagskrá verður kynning á skólastarfinu og öllu sem því tengist. Til þess að krydda dagskrána verður bryddað upp á upplestri og tónlist. Í fjáröflunarskyni fyrir útskriftarferð munu nemendur og foreldrar 10. bekkjar selja

Skólavaka á Stokkseyri Read More »

Útivistardagur fimmtudaginn 9. október

Fimmtudaginn 9. október er útivistardagurinn 2014. Að þessu sinni verður hann haldinn á Þrastarskógi þar sem nemendur yngra stigs takast á við ýmsar þrautir. Nemendur unglingastigs verða í stöðvavinnu í nærumhverfi skólans á Eyrarbakka. Nemendur mæta hér í skólann á venjulegum tíma, fá sér graut og leggja síðan af stað kl. 08.30.Eins og nafn dagsins

Útivistardagur fimmtudaginn 9. október Read More »