Fréttasafn

Fréttir frá Barnaskólanum Eyrabakka og Stokkseyri

3. júní 2011








Skólaslit í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri 
skólaárið 2010 – 2011
Skólaslitin verða í samkomuhúsinu að Stað, Eyrarbakka,
mánud. 6/6 kl. 14:00
Skólabíll fer frá skólanum á Stokkseyri kl. 13:45
og heim aftur að lokinni athöfn.
Allir velkomnir!
Skólastjóri






Lesa Meira >>

Skruggudalur

31. maí 2011


Skruggudalur; nýr myndlistarsýningasalur á Stokkseyri, verður formlega opnaður, af Ástu Stefánsdóttur framkvæmdarstjóra Sv. Árborgar, í hinu nýja skólahúsi Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri, miðvikudaginn 1. júní kl. 12:00. Sýningarsalurinn er á neðri gangi hússins með aðgengi að austanverðu, utan skólatíma. Í framtíðinni munu myndlistamenn af svæðinu, Myndlistafélag Árnessýslu og fleiri sem þess óska, eiga kost á sýningahaldi í salnum og er þetta kærkomin viðbót við flóru menningarlífsins við ströndina. Menningarráð Suðurlands veitti verkefninu nýlega styrk að upphæð 200.000 kr.

 Á opnunarsýningunni verða sýnd valin verk nemenda frá skólaárinu 2010-2011. Sýningin verður opin virka daga kl. 9-12 til 16/6. Gestir eru hér með boðnir velkomnir á opnunarhátíðina og sýninguna, sem er liður í samstarfsverkefni skólans og foreldra um fríríkið Barnabæ.

Lesa Meira >>

Barnabær

31. maí 2011

Kæri gestur á heimasíðu Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri
Þér og þínum er hér með boðið á uppskeruhátíð
fríríkisins BARNABÆJAR, á Stokkseyri, á morgun
miðvikudag 1. júní kl. 9:00-13:00


 http://issuu.com/barnatiminn

Lesa Meira >>

Vordagar/Barnabær – Skólalok

31. maí 2011

Næsta vika verður síðasta vika þessa skólaárs og stutt í annan endann. Meðfylgjandi eru upplýsingar um verkefni þessarar viku, sem er “Barnabær”, fríríkið okkar sem þið þekkið nú þegar. Verkefnið stendur yfir frá mánudagsmorgni 30/5 til og með miðvikudegi 1/6 en þá lýkur því með opnu húsi. Uppstigningardagur 2/6 er frídagur og föstudagur 3/6 er starfsdagur kennara.

Lesa Meira >>

Skólabúðir að Laugum

23. maí 2011

Dagana 27. – 29. apríl dvöldu 8. og 9. bekkingar í skólabúðum að Laugum í Sælingsdal.
Í skólabúðunum er boðið ……..

Lesa Meira >>

Vordagar Barnabær

17. maí 2011

Kynnum nýtt verkefni, í samstarfi við Málfríði Garðarsdóttur og Foreldrafélag BES, á Vordögum Barnaskólans dagana 30./5, 31/5 og …….

Lesa Meira >>

Vortiltekt

5. maí 2011

Tökum saman höndum og tökum til…..
Á morgun, föstudag 6. maí ætla allir nemendur og starfsmenn skólans að drífa sig út og taka þátt í umhverfisátaki samfélagsins á Eyrarbakka og Stokkseyri. Við ætlum að leggja upp frá….

Lesa Meira >>

Árshátíð BES

12. apríl 2011

Árshátíð Barnaskólans verður haldin þann 15. apríl í nýja skólanum á Stokkseyri á milli kl. 10:00 og 12:00
Eftir atriði árshátíðarinnar verður kaffisala til …

Lesa Meira >>

Nýtt mötuneyti

6. apríl 2011

Barnaskólinn hefur sett sér það markmið að vinna að því að verða “heilsueflandi grunnskóli”, skv. skilgreiningu Lýðheilsustöðvar. Til þess að hljóta þann titil þarf að ýmsu að hyggja. M.a. líðan nemenda og starfsfólks, aðstæðna, öryggis og lýðræðislegrar þátttöku innan skólasamfélagsins. Eitt af markmiðunum er að bjóða upp á hollan og góðan mat í skólanum

Lesa Meira >>

4. apríl 2011

 

Fréttatilkynning 


Óskum eftir tilnefningum til Foreldraverðlauna 2011


Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra, verða afhent í 16. sinn við athöfn í  Þjóðmenningarhúsinu þriðjudaginn 24. maí næstkomandi. 


Heimili og skóli – landssamtök foreldra óska eftir tilnefningum til Foreldraverðlauna 2011 frá einstaklingum, félögum eða hópum sem vilja vekja athygli á vel unnum verkefnum, sem stuðla að eflingu skólastarfs og jákvæðu samstarfi heimila, skóla og samfélagsins.


Sjá nánar í meðfylgjandi fréttatilkynningu og auglýsingu um Foreldraverðlaun 2011.


Bestu kveðjur,


Heimili og skóli – landssamtök foreldra

Lesa Meira >>

8. mars 2011

Öskudags-húllumhæ…..


 


Á morgun, öskudag 9/3, ætlum við öll að mæta í búningum í skólann, þ.e. þeir sem vilja. Það verður hefðbundin kennsla fram að hádegi en eftir mat sláum við upp dansiballi í hátíðarsalnum á Stokkseyri. Þar verður einnig boðið upp á léttar veitingar. Öllum skóla lýkur kl. 13:20.


 


Lesa Meira >>

4. mars 2011

Skólahreysti 2011



Skólahreysti MS 2011

Fyrstu þrír riðlarnir af Skólahreysti MS 2011 fóru fram í gær 03.mars í Íþróttahúsi Breiðabliks í Smáranum í Kópavogi. Um 3000 stuðningsmenn og áhorfendur komu til að styðja sína skóla og mikil stemning var í húsinu. Tvöhundruð og þrjátíu keppendur mættu til leiks og voru skólar jafnir og spenna og gleði einkenndi keppnina.

Í fyrsta riðli voru skólar af Suðurlandi. Keppendur frá BES voru eftirtaldir: Alexandra Eir Grétarsdóttir, Jónína Sif Harðardóttir, Viktoría Rós Jóhannsdóttir, Eyþór Gunnarsson og Ingi Sveinn Birgisson. Keppnin var jöfn og spennandi og ekki glitti í úrslit fyrr en í síðustu grein sem er hraðaþrautin. Okkar keppendur stóðu sig með sóma og við erum sannarlega stolt af þeim.

Fimm þættir af Skólahreysti MS verða sýndir á RÚV og verður fyrsti þáttur sýndur þriðjudaginn 22.mars kl.20:05. Í þeim þætti verða annar og þriðji riðill. Þátturinn með Suðurlandi verður á dagskrá 29.mars.
4.riðill verður svo á Egilsstöðum 17.mars  Sjá meira á www.skolahreysti.is

Lesa Meira >>