Öskudagurinn í BES
Á öskudaginn mega nemendur á 1. – 6. bekkjar á Stokkseyri koma grímubúin í skólann og verðum við með sérstaka dagskrá í tilefni dagsins. Dagurinn hefst með hefðbundinni kennslu nema hvað nemendur fara ekki í sund og í íþróttahúsi fá börnin að vera í sínum grímubúning. Hádegismatur verður kl. 11:25 og klukkan 12:10 hefst öskudagsdagskráin […]
Dreka- og töfralestur á skólabókasafninu
Á skólabókasafninu á Stokkseyri geta nemendur í 3. til 6. bekk tekið þátt í dreka- og töfralestri. Dreka- og töfralestur er lestrarátak, þar sem bækur um dreka og töfra eru flokkaðar í 5 þyngdarstig sem kallaðar eru gráður. Til að klára hverja gráðu þarf nemandi að lesa ákveðinn fjölda bóka og sér bókavörður um að […]
Innritun í grunnskóla skólaárið 2015−2016
Innritun barna sem eru fædd árið 2009 og eiga að hefja skólagöngu í Sveitarfélaginu Árborg haustið 2015 fer fram 18.−27. febrúar næstkomandi. Hægt er að innrita rafrænt á Mín Árborg eða á eyðublöðum sem eru aðgengileg á heimasíðum grunnskólanna og í Ráðhúsinu. Þeim umsóknum á að skila í viðkomandi skóla. Upplýsingar um skólahverfi hvers skóla […]
Breytingar á skólaakstri – upphafsferðir skólabíls
Frá og með mánudeginum 26. janúar 2015 breytast upphafsferðir skólabílsins á eftirfarandi hátt: Frá skóla á Stokkseyri kl. 07.40 (var 07.45 ) Frá skóla á Eyrarbakka kl. 07.50 (var 07.55) Þetta þýðir að skólabíllinn er fyrr á ferðinni í hringnum á Eyrarbakka. Með kveðju Starfsmenn BES
Ball fyrir miðstig!
Miðvikudaginn 21. janúar fer fram dansleikur fyrir 4.-6. bekk í skólahúsnæðinu á Stokkseyri. Inngangseyrir er kr. 350, pizzur seldar á staðnum – 200 kr. sneiðin. Dansleikurinn stendur frá kl. 17:30 -19:00. Rúta frá Eyrabakka kl. 17:15 og 19:05 til baka. Nemendaráð