Slysavarnardeildin Björg Eyrarbakka færir skólanum gjöf
Halla Guðlaug Emilsdóttir og Drífa Pálín Geirsdóttir, stjórnarkonur í slysavarnardeildinni Björg Eyrarbakka komu færandi hendi í Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri í dag og færðu skólanum hjartastuðtæki, á báðar starfsstöðvar skólans, fyrir hönd deildarinnar. Þessi gjöf skiptir skólann miklu máli og við erum þakklát fyrir velvilja og umhyggju nærsamfélagsins við skólann. Stjórnendur, starfsfólk og nemendur […]
Morgunstund hafin með söng
Skólastarfið fer vel af stað í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri og í morgun hófst dagurinn með söngstund á yngra stigi.
Skólasetning Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri 2022-2023
Grunnskólar Sveitarfélagsins Árborgar verða settir þriðjudaginn 23. ágúst 2022. Skólasetning Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fer fram í húsnæði skólans á Stokkseyri. Eftir stutta samkomu á sal munu nemendur hitta umsjónarkennara. Kl. 09:00 Nemendur í 2.- 6. bekk, f. 2015, 2014, 2013, 2012 og 2011 Kl. 11:00 Nemendur í 7. -10. bekk, f. 2010, 2009, […]
Sumarkveðja
Um leið og starfsfólk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri þakkar nemendum, forráðamönnum og nærumhverfi samstarfið og samveruna á liðnu skólaári óskum við öllum gleðilegs sumars. Skrifstofa skólans opnar að loknum sumarleyfum þriðjudaginn 2. ágúst. Starfsmenn Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri
Skólaslit og útskrift 10. bekkinga
Fimmtudaginn 9. júní var skólaárinu 2021-2022 við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri slitið. Einnig fór fram útskrift nemenda 10. bekkinga sama dag í hátíðarsal skólans. Á útskriftarhátíðinni var þeim starfsmönnum sem eru að láta af störfum við skólann færður blómvöndur. Um leið og starfsmenn Barnaskólans þakka þessum starfsmönnum gjöfult og gott samstarf óskum við útskriftarnemendum […]