Jólin koma – jólaböll
Skólahúsnæði BES hefur tekið stakkaskiptum undanfarna daga en nemendur og starfsmenn hafa skreytt skólana síðustu daga og þannig lagt sitt af mörkum í því verki að lýsa upp heiminn hér á norðurhjaranum. Nemendur og starfsfólk létta sér biðina til jóla með samsöng en jólalögin eru sungin nokkra morgna fram að jólum. Jólaböll fara svo fram […]
Kennsla og skólaakstur með óbreyttum hætti!
Þar sem veðrinu hefur slotað verður allt með eðlilegum hætti í skólanum i dag og skólakstur með venjubundnum hætti! Stjórnendur
Veðurúlit mánudaginn 1. des. 2014
Vegna veðurútlits mánudaginn 1. des biðjum við forráðamenn nemenda okkar að fylgjast með tilkynningum í ríkisútvarpi á mánudagsmorgni varðandi skólahald og skólaakstur. Einnig mun tilkynning koma inn á heimasíðu skólans! Stjórnendur
Heimsókn á leikskólana
Nemendur í 1. bekk fara í leikskólaheimsókn fimmtudaginn 20. nóvember kl. 8:15 – 10:30. Börnin eiga að mæta í leikskólann sinn þennan morgun. Börn sem voru á Æskukoti mæta þangað og börn sem voru á Brimveri mæta þangað. Starfsmaður fer með börnunum á báða staðina, börnin borða morgunmat í leikskólanum. Eftir heimsóknina förum við í […]
Starfsdagur og foreldraviðtöl í BES
Starfsdagur kennara er mánudaginn 17. nóvember og þá er frí hjá nemendum. Viðtalsdagur er þriðjudaginn 18. nóvember og fara viðtöl fram á Stokkseyri. Foreldrar fá úthlutað viðtalstíma með börnum sínum. Ef tíminn hentar ekki hafið þið samband við umsjónarkennara. Skólavistin er opin frá 07.45 þessa daga og eru forráðamenn beðnir um að láta skólavistina vita […]
