Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Matseðill

Jólastund í hátíðarsal

By Guðrún Björg Aðalsteinssdóttir | 16. desember 2013

Í morgun komu leikskólabörn frá Eyrarbakka og Stokkseyri í heimsókn í skólann á Stokkseyri. Þau ásamt nemendum skólans áttu saman söngstund við jólatréð í hátíðarsal skólans. Eftir söng í sal skoðuðu leikskólabörnin skólann áður en þau héldu aftur heim í leikskólann sinn. Þetta var mjög ánægjuleg heimsókn og gott innlegg í samstarf skólanna.

Marita fræðsla

By Guðrún Björg Aðalsteinssdóttir | 6. desember 2013

  Tvö andlit eiturlyfja Foreldranámskeið um skaðsemi og einkenni eiturlyfjaneyslu. Sýnd verður heimildarmynd um ungt fólk á Íslandi sem er, eða hefur verið, fast í fíkniefnaneyslu. Viðtöl eru tekin við þetta unga fólk, allt niður í 15 ára gamalt, þar sem það segir sína sögu. Fullorðnir fá að sjá svipað prógram og unglingarnir, sem gerir […]

Víkingar í heimsókn

By Guðrún Björg Aðalsteinssdóttir | 4. desember 2013

Dorothee, mamma hennar Sunnu í 4. bekk, kom í dag og sýndi okkur ýmis konar fatnað, muni og myndir tengt víkingatímabilinu. Einnig kom hún með myndir af ferðalögum sínum á víkingaslóðir. Nemendur voru mjög áhugasamir og fengu að máta fötin og prófa munina og vakti það mikla kátínu. Ragnar smíðakennari kom einnig með stórt sverð […]

Góður gestur

By Guðrún Björg Aðalsteinssdóttir | 13. nóvember 2013

Miðvikudaginn 6. nóvember mætti Eyþór Ingi í skólann á Eyrarbakka og Stokkseyri og skemmti börnunum með söng sem þau tóku vel undir. Einnig gaf hann sér góðan tíma á eftir með þeim og flest fengu eiginhandaráritun.

Góð gjöf til grunnskóla Árborgar

By Guðrún Björg Aðalsteinssdóttir | 13. nóvember 2013

Gunnar Egilsson og Sæunn Lúðvíksdóttir komu færandi hendi í skólann okkar í morgun.  Þau gáfu grunnskólum Árborgar 15 taflborð og taflmenn til að hvetja til aukinnar skákiðkunar í skólunum.  Skák er vel til þess fallin að þroska gagnrýna hugsun og krefst þess að skákmaðurinn ígrundi hvern leik og hugsi hverja skákfléttu til enda. Við þökkum […]