Skólahreysti
Þórunn, Ýmir, Nikulás, Ragna Fríða, Grímur, Lára og Úlfur gangi ykkur vel í Skólahreysti í dag
Fyrr heim á Öskudegi!
Skóla lýkur fyrr á Öskudaginn. Skóla lýkur um 13.00 óg á það við um alla bekki skólans. Með þessu er verið að gefa nemendum færi á því að fara um sveitarfélagið og syngja fyrir alla sem vilja hlusta!
VEISTU HVAÐ BARNIÐ ÞITT ER AÐ GERA Í FARSÍMANUM SÍNUM?………. EN Í IPADNUM?
Í kvöld, fimmtudaginn 27. febrúar kl. 19:30 stendur forvarnarteymi Árborgar, BES og foreldrafélagið fyrir fræðslufyrirlestri um internet- og nýmiðlanotkun í samstarfi við samtökin SAFT og Heimili og Skóla. Þættir eins og neteinelti, netsamskipti og hinir ýmsu samskiptamiðlar verða skoðaðir ásamt mörgu öðru. Þennan dag munu nemendur í 6. og 7.bekk fá fræðslu um […]
Starfsdagur og viðtalsdagur í BES mánudaginn 24.02 og þriðjudaginn 25.02
Nú er komið að annarskilum. Nk. mánudag er starfsdagur í skólanum og á þriðjudeginum er síðan viðtalsdagur. Öll viðtöl eru í húsnæði skólans á Stokkseyri. Upplýsingamiðar vegna viðtalanna eru farnir út en vil vilum minna forráðamenn á að hafa samband við umsjónarkennara ef tíminn hentar ekki! Við viljum minna foreldra og forráðamenn á að skoða […]
Fréttabréf forvarnarhóps Árborgar
Hér kemur fréttabréf forvarnarhóps Árborgar netfréttabréf – febrúar 2014