Náttúrufræðileiðangur 6. bekkjar
Við í sjötta bekk fórum í mjög vel heppnaða náttúrufræðigöngu í dag 28.09. Lögðum af stað kl. 9 eftir að hafa borðað graut og komum aftur í hús kl. 11:30.
Útikennsla
Góða veðrið notað.
Um daginn brá Lene sér út á skólalóðina ásamt nemendum sínum, kveiktu þau upp í grillinu og bökuðu gómsætt brauð.
Hér eru myndir ásamt uppskrift að brauðinu.
Prófavika 19.09 – 23.09
Samræmd könnunarpróf verða í BES dagana 19.09 – 23.09 sem hér segir:
10. bekkur
Mán. 19.09 ÍSLENSKA
Þri. 20.09 ENSKA
Mið. 21.09 STÆRÐFRÆÐI
Nemendur mæta í skólann á venjulegum tima þessa daga og hafa með sér þau gögn sem vera ber.
4. og 7. Bekkur
Fim. 22.09 ÍSLENSKA
Fös. 23.09 STÆRÐFRÆÐI
Nemendur mæta í skólann á venjulegum tima þessa daga og hafa með sér þau gögn sem vera ber.
Nemendur eru hvattir til að vanda undirbúning og mæta vel undirbúin í prófin.
Gangi ykkur vel!
Starfsmenn BES
Námsefniskynningar
Námsefniskynningar fyrir foreldra
Námsefniskynningar fara fram sem hér segir:
Á Stokkseyri næstkomandi fimmtudag 15. sept. kl. 8:20. Nemendur eiga að mæta í skólann á sama tíma og vanalega. Verður boðið upp á hafragraut þegar þeir mæta og síðan er útivist meðan á kynningum stendur. Hefðbundin kennsla samkvæmt stundaskrá hefst að loknum kynningum.
Á Eyrarbakka verða námsefniskynningar fyrir 7.-9. bekk föstudaginn 16. sept. kl. 8:20. Þar verður einnig boðið upp á graut þegar nemendur mæta og síðan er útivist þar til kynningum lýkur. Að loknum kynningum verður kennsla samkvæmt stundaskrá.
Reiknað er með að kynningum sé lokið á báðum stöðum kl. 9
Stjórnendur og kennarar
_______________________________________________________
Útivistarreglur frá 1. sept.
Útivistartími barna og unglinga tekur breytingum 1. september. Nú mega 12 ára börn og yngri vera úti til klukkan 20 og 13 til 16 ára unglingar mega vera úti til klukkan 22:00.
Bregða má út af reglunum þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.
Aldur miðast við fæðingarár.