Nýr deildarstjóri stoðþjónustu
Á dögunum var staða deildarstjóra stoðþjónustu við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri auglýst en Sædís Ósk Harðardóttir hafði gegnt þeirri stöðu. Alls bárust átta umsóknir og eftir ítarlegt ferli atvinnuviðtala var Ragna Berg Gunnarsdóttir ráðin í stöðu deildarstjóra stoðþjónustu við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri. Hún hefur störf sem deildarstjóri 1. júní næstkomandi. Ragna hefur […]
Flottur árangur BES í Skólahreysti
Lið Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri stóð sig glæsilega í undanriðli Skólahreysti sem fram fór miðvikudagskvöldið 27. apríl. Þau Vésteinn, Eyrún, Jóhanna og Halldór og Heiðný voru fulltrúar okkar í keppninni og náðum við 38 stigum – vel gert! Stuðningsliðið okkar var til fyrirmyndar og voru okkar fulltrúar sjálfum sér og skólanum til sóma.
Árshátíð yngra stigs og páskaleyfi
Framundan er árshátíð yngra stigs en hún fer fram föstudagsmorguninn 8. apríl kl. 10:30 í hátíðarsal skólans á Stokkseyri. Foreldrar og forráðamenn eru velkomnir. Að lokinni árshátíð verður boðið upp á hamborgaraveislu fyrir alla á yngra stigi. Skólastarfi á yngra stigi lýkur kl. 12:30. Stjörnusteinar frístund hefur sína starfsemi kl. 13:15, skólinn sér um gæslu […]
Stóra upplestrarkeppnin í Árborg
Stóra upplestrarkeppnin í Árborg 2022 var haldin með hátíðlegu yfirbragði við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri fimmtudaginn 24. mars síðastliðinn. Stóra upplestrarkeppnin hefur átt fastan sess í íslensku skólastarfi um land allt frá skólaárinu 1996-1997. Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn eru stofnendur keppninnar og hafa haldið utan um skipulagið öll þessi ár en […]
Heimsókn frá Evrópu – undur vatns í náttúru og vísindum
Dagnana 14. -18. mars síðastliðinn fengum við í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri skemmtilega heimsókn frá félögum okkar í Erasmus+ verkefninu okkar Undur vatns í náttúru og vísindum. Þessir gestir komu frá Danmörku, Eistlandi og Króatíu en það eru samstarfslönd okkar í þessu verkefni. Eins lesa má út úr nafni verkefnisins þá fjallar það um […]