Mílan á miðstigi
Í haust hófu nemendur í 5.-6. bekk þátttöku í verkefninu Mílan, sem er að skoskri fyrirmynd og þekkt víða um heim undir heitinu The Daily Mile. Um 5.000 skólar um allan heim taka þátt í verkefninu og nú er það komið inn í okkar skólastarf. Hugmyndin er einföld: daglega fara nemendur út í um það […]
Dagur íslenskrar náttúru
Dagur íslenskrar náttúru var haldinn hátíðlegur hér í BES þriðjudaginn 16. september. Nemendur í 1.-4. bekk fóru saman í fjöruna á Stokkseyri þar sem þau rannsökuðu lífríkið við sjóinn og nutu útivistar. Nemendur í 5.-6. bekk plöntuðu trjám í Tjarnarskógi á Stokkseyri, og 7.-10. bekkur fór út við Kríu á Eyrarbakka þar sem þau tóku […]
Samhristingur og Ólympíuhlaup í BES
Skólastarfið hófst með skemmtilegum samhristingsdegi þar sem allir nemendur 1.–10. bekkjar tóku meðal annars þátt í samvinnuleiknum Indiana Jones. Hlátrasköll heyrðust vítt og breitt um þorpið og var mikið fjör í skólanum. Dagurinn endaði á árlegu Ólympíuhlaupi í blíðskaparveðri. Boðið var upp á 2,5 km hring um hverfið og gátu nemendur gengið, skokkað eða hlaupið […]
Skólasetning Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri
Skólasetning fer fram í húsnæði skólans á Stokkseyri mánudaginn 25. ágúst n.k. Eftir stutta samkomu á sal munu nemendur hitta umsjónarkennara. Kl. 09:00 Nemendur í 1.- 6. bekk, f. 2019-2014. Kl. 10:00 Nemendur í 7. -10. bekk, f. 2013-2010. Nemendur og forráðamenn 1. bekkjar (f. 2019) verða jafnframt boðaðir til viðtals með umsjónarkennara. Að dagskrá […]
Sumarlokun skrifstofu skólans
Skrifstofa skólans á Eyrarbakka er nú lokuð vegna sumarleyfa. Á Stokkseyri verður skrifstofan opin til og með föstudeginum 13. júní og lokar þá einnig yfir sumarið. Skrifstofan opnar aftur að loknu sumarleyfi miðvikudaginn 6. ágúst á Stokkseyri, á Eyrarbakka opnar hún síðar þar sem báðir ritarar hefja störf á Stokkseyri. Við óskum ykkur öllum gleðilegs […]
