Vel sóttur og gagnlegur foreldrafundur
Fimmmtudaginn 24. september boðuðu stjórnendur Barnaskólans til fundar með foreldrum og forráðamönnum nemenda úr 7. – 10. bekkjum. Markmiðið með fundinum var að ræða útivistartíma, reiðhjóla- og rafhjólanotkun, samskipti, svefnvenjur, næringu, skólareglur, samfélagsmiðla og áhættuhegðun – svo fátt eitt sé nefnt. Sérstakir gestir fundarins voru tveir lögregluþjónar frá Lögreglunni á Suðurlandi sem sögðu frá því […]
Dagur íslenskrar náttúru í Barnaskólanum
Miðvikudaginn 16. september héldu nemendur og starfsmenn Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri dag íslenskrar náttúru hátíðlegan. Nemendur unglingastigs gróðursettu í skjólbelti norður af Eyrarbakka en Barnaskólinn og Skógræktarfélag Eyrarbakka gerðu samstarfssamning fyrir nokkrum árum síðan og var þessi vinna hluti af þeim samningi. Nemendur yngra stigs settu upp sýningu á vinnu sinni í hönnun og […]
Verðlaun og viðurkenningar fyrir sumarlestur
Á dögunum voru þeir nemendur sem tóku þátt í sumarlestri Barnaskólans verðlaunaðir, þátttakendur fengu viðurkenningar og þeir nemendur sem lásu oftast fengu verðlaun. Það er gaman að segja frá því að þátttakan var mjög góð og eru stjórnendur og starfsmenn Barnaskólans stoltir af því að sjá hve vel nemendur og foreldrar skilja mikilvægi sumarlesturs og […]
Nemenda- og foreldraviðtöl 4. september
Kæru foreldrar/forráðmenn. Föstudaginn 4. september næstkomandi var fyrirhugað Kennaraþing Suðurlands en nú hefur það þing verið blásið af vegna fjöldatakmarkanna sem eru í gildi vegna Covid-19. Dagurinn var skráður sem leyfisdagur nemenda á skóladagatali. Vegna þessa svigrúms sem skapast hefur í skóladagatalinu langar okkur í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri að nota tækifærið og efla samstarf heimila og skólans. […]
Skólasetning Barnaskólans haustið 2020
Skólasetning Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fer fram mánudaginn 24. ágúst 2020. Vegna fjöldatakmarkanna verður skólasetning í þrennu lagi eða sem hér segir: Kl. 09:00 Nemendur í 2. – 3. bekkur, f. 2012-2013 Kl. 10:00 Nemendur í 4. – 6. bekkur, f. 2009-2011 Kl. 11:00 Nemendur í 7. – 10. bekkur, f. 2005-2008 […]