Ný reglugerð vegna heimsfaraldurs
Heilbrigðis-, mennta-, og menningarmálaráðuneyti hafa gefið út nýja reglugerð vegna heimsfaraldurs. Gildistíminn er frá 1. apríl 2021 til 15. apríl 2021. Reglugerðina er að finna á þessari slóð: Stjórnarráðið | COVID-19: Skólastarf eftir páska (stjornarradid.is) Samkvæmt reglugerðinni getum við hafið skólastarf þriðjudaginn 6. apríl, eins og ráð var gert fyrir. Helstu takmarkanir verða þessar: Nemendur […]
Stóra upplestrarkeppnin í BES
Á dögunum fór Stóra upplestrarkeppnin fram í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Eins og fyrri ár voru það nemendur 7. bekkjar sem tóku þátt í keppninni. Nemendur lásu textabrot úr bók og tvö ljóð, fyrra eftir Kristján frá Djúpalæk og seinna að eigin vali. Sérstakir gestir keppninnar voru nemendur 6. bekkjar, sem þarna fengu innsýn […]
Snemmbúið páskaleyfi vegna Covid-19
Heilbrigðisráðherra gaf út tilskipun í dag þess efnis að grunnskólum landsins skuli lokað frá og með deginum í dag og til 1. apríl vegna nýrrar stöðu í útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Þetta þýðir að nemendur Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fara í páskaleyfi frá og með fimmtudeginum 25. mars 2021. Kennarar skólans stunda fjarvinnu að heiman […]
Árshátíðir og páskaleyfi
Upp er runnin árshátíðarvika. Árshátíð eldra stigs er fimmtudaginn 25. mars og árshátíð yngra stigs er á dagskrá föstudaginn 26. mars og . Fjöldatakmarkanir og fjarlægðartakmarkanir gera það að verkum að við getum ekki boðið foreldrum eða öðrum áhorfendum á árshátíðinar. Nemendur og starfsfólk yngra stigs BES verða því einu áhorfendurnir. Við munum reyna að […]
Dans fyrir alla í heimsókn
Á dögunum fengu nemendur í 8. – 10. bekk heimsókn frá þeim Snædísi Lilju Ingadóttur og Valgerði Rúnarsdóttur hjá Dans fyrir alla. Dans fyrir alla er samstarfsaðili Skjálfta sem er verkefni sem er að fara af stað í fyrsta skipti í öllum skólum Árnessýslu undir dyggri handleiðslu Ásu Berglindar Hjálmarsdóttir. Skjálfti er hæfileikakeppni milli skóla […]
