Gjafir frá Foreldrafélaginu – Spil fyrir yngsta stigið!
Foreldrafélag Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri hefur enn á ný glatt nemendur með skemmtilegri gjöf. En að þessu sinni færði það yngrastiginu úrval af spilum sem nýtast bæði í námi og leik! Kennarar, starfsmenn og nemendur tóku gjöfinni fagnandi og eru afar ánægðir með þessa viðbót við skólastarfið. Spilin munu án efa koma að góðum […]
Hefðbundið skólahald fellur niður í Árborg
Kæru foreldrar og forsjáraðilar Eftirfarandi gildir um stofnanir Sveitarfélags Árborgar fyrir fimmtudaginn 6. febrúar 2025: Röskun verður á skólastarfi. Hefðbundið skólahald fellur niður. Grunn- og leikskólar verða með mikið skerta starfsemi, þeir halda úti lágmarksmönnun og taka á móti börnum í brýnni neyð. Það ber að tilkynna um komu barnanna í skólann með tölvupósti; barnaskolinn@barnaskolinn.is […]
Nemendur sendir fyrr heim í dag
Kæru forsjáraðilar, Vegna appelsínugular veðurviðvörunar í dag, 5. febrúar 2025, munum við senda börnin heim fyrr til að tryggja öryggi þeirra. Skólabíllinn fer frá Eyrarbakka kl. 12:20 og Stokkseyri kl. 12:30. Við hvetjum ykkur til að sækja börnin ef þið hafið tök á. Börn í frístund verða í gæslu til kl. 13:10. Appelsínugul veðurviðvörun verður […]
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri er kominn í jólafrí en skrifstofa skólans opnar að nýju á starfsdegi föstudaginn 3. janúar klukkan 9:00. Nemendur mæta svo í skólann mánudaginn 6. janúar en þá hefst skólahald að nýju samkvæmt stundaskrá. Gleðileg jól og hafið það sem allra best.
Gjöf frá Foreldrafélaginu BES
Foreldrafélagið BES kom færandi hendi og gaf unglingastiginu glás af spilum sem henta vel til að spila í frímínútum og hádegishléinu. Með þessari frábæru gjöf gefst nemendum tækifæri til að leggja frá sér símana og njóta góðrar samverustundar í spilum og skemmtilegum samskiptum. Við þökkum foreldrafélaginu innilega fyrir þessa kærkomnu viðbót í skólastarfið okkar!