Lestrarhestar í BES í fréttunum
Fréttaritari Stöðvar 2 kíkti við hjá okkur í BES á dögunum til að sjá hvað við erum að leggja mikið í lesturinn. Magnús skólastjóri, Hafdís bókavörður og Máni voru flott í tilsvörum! Smelltu á hlekkinn og sjáðu fréttina: http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTVFE2C0032-7EEF-4FF8-AD93-C77362942273
Flottir fimleikastrákar úr BES
Á dögunum fór fram Íslandsmót í stökkfimi í Egilshöll. Fimleikadeild Ungmennafélags Stokkseyrar vann þar gullverðlaun í flokki karla yngri en strákarnir eru allir í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri. Á meðfylgjandi mynd má sjá strákana ásamt þjálfara sínum, Ásdísi Maríu Magnúsdóttur. Óskum við þeim til hamingju með þennan flotta árangur.
Leikrit úr Snorrasögu
Miðvikudaginn 25. apríl fluttu nemendur úr 6. bekk BES leikrit úr Snorrasögu fyrir foreldra og aðra vandamenn. Þar stóðu allir sig með prýði og eru áhorfendur mun fróðari um Snorrasögu eftir en áður. Það var virkilega gaman að sjá hvað þau höfðu lært efnið vel og hvað þeim tókst vel að koma því til skila […]
Litla upplestrarkeppnin
Þriðjudaginn 24. apríl var lokahátíð í litlu upplestrarkeppninni í 4. bekk í BES. Þar stigu nemendur á svið og lásu ýmis verk auk þess sem þeir fluttu tónlist milli atriða. Frammistaða nemenda og framkoma var til fyrirmyndar og það verður virkilega gaman að fylgjast með þeim í stóru upplestrarkeppninni þegar þau koma í 7. bekk. […]