Lestur er bestur
Á dögunum heimsóttu foreldrar börn sín í skólanum og áttu notalega stund þar sem börn og foreldrar lásu saman í 20 mínútur. „Lestur er bestur“ er lestrarátak sem stendur yfir í 1.-6. bekk og var heimsókn foreldranna liður í því átaki.
Páskaleyfi í Barnaskólanum
Nú hafa nemendur og starfsfólk Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri farið í páskaleyfi. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 3. apríl. Gleðilega Páska!
Frábær árshátíð yngra stigs
Nemendur, kennarar og starfsfólk yngra stigs buðu upp á frábæra árshátíð fimmtudaginn 22. mars sl. Fullt var út úr dyrum af áhugasömum og spenntum aðstandendum sem nutu fjölbreyttra skemmtiatriða sem hafa verið í undirbúningi síðustu daga og vikur. Foreldrafélagið bauð svo upp á kaffi og kökur, sannarlega góður dagur hjá okkur í Barnaskólanum.