Starfs- og viðtalsdagar í febrúar 2018
Kæru foreldrar og forráðamenn Skipulagsdagur kennara er mánudaginn 12. febrúar og þá er frí hjá nemendum. Viðtalsdagur er þriðjudaginn 13. febrúar og fara viðtöl fram á Stokkseyri. Foreldrar skrá viðtalstíma með börnum sínum á Mentor. Frístundin Stjörnusteinar Mánudaginn 12. febrúar opnar skólavistin kl. 07.45 og er opin til 16.30 Þriðjudaginn 13. febrúar opnar skólavistin 07.45 […]
Viðburðadagatal unglingastigs
Nemendaráð hefur gefið út viðburðadagatal fyrir vorönn 2018. Nemendaráð sat yfir dagatalinu og matreiddi flotta og fjölbreytta dagskrá þar sem kennir margra grasa. Nemendur ætla m.a. að halda símalausa daga í frímínútum og hádegishléi einu sinni í mánuði og einbeita sér að eðlilegum samskiptum , spilum útivist og fleira sem í boði er. Viðburðadagatalið er […]
Krakkar úr Barnaskólanum í Stundinni okkar
Stundin okkar kom í heimsókn til okkar í Barnaskólann í haust og hitti nokkra krakka úr skólanum. Heimsóknin var sýnd í Stundinni okkar þann 14. janúar síðastliðinn og hefst innslagið eftir 3 mínútur og 45 sekúndur. Okkar fólk tók sig vel út, sannarlega efnilegar fjölmiðlastjörnun þarna á ferð! Hlekkur á þáttinn er hérna: http://www.ruv.is/sarpurinn/ruv/stundin-okkar/20180114