Samlestur í tungumálakennslu
Í ensku- og dönskukennslu höfum við á unglingastigi verið með svokallaðan kórlestur/samlestur, hann virkar þannig að nemendur lesa upphátt texta úr lesbókum í tvær mínútur, hver á sínum hraða. Nemendur merkja með blýanti í lesbókina, lesa síðan sama texta frá byrjun aftur í tvær mínútur og sjá hversu miklum framförum þau taka á milli skipta. […]
Skákkennsla í Fischersetri
Fischersetrið á Selfossi mun í samstarfi við Sveitarfélagið Árborg og Skákskóla Íslands standa fyrir skákkennslu fyrir grunnskólabörn í Fischersetrinu á sunnudögum frá kl. 11.00–12.30. Yfirumsjón með kennslunni hefur Helgi Ólafsson, stórmeistari og skólastjóri Skákskóla Íslands. Alls verða þetta 10 sunnudagar og fyrsti tími verður sunnudaginn 8. október n.k. Þeir sem hafa áhuga á skákkennslunni eru […]