Mikið lesið í BES
Hafdís Sigurjónsdóttir bókavörður skólabókasafnsins var að birta mjög áhugaverðar tölur varðandi útlán bóka til nemenda 1. – 6. bekkja af skólabókasafninu. Árið 2016 tóku nemendur alls 3428 bók til lengri og skemmri útlána sem þýðir að hver nemandi tók tæplega 47 bækur á árinu að meðaltali. Þetta eru frábærar tölur og gríðarlega flott starf sem […]
Syngjandi og brosandi í jólaleyfi
Litlu jól Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fóru fram miðvikudaginn 21. desember. Að loknum stofujólum með umsjónarkennurum sameinuðust nemendur og foreldrar ásamt starfsmönnum skólans á sal á Stokkseyri. Þar komu kórar skólans fram ásamt hljómsveitarvali undir stjórn Kolbrúnar Huldu Tryggvadóttur, nemendur 4. bekkjar sýndu helgileikinn, Elín Lóa flutti hugvekju og svo var gengið í kringum […]
Litlu jól 2016 og jólafrí
Miðvikudaginn 21. desember fara Litlu jól Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fram. Dagurinn hefst kl. 8:15 á stofujólum þegar umsjónarkennarar taka á móti sínum nemendum í heimastofum og eiga huggulega stund til kl. 10:00. Þá hefst hátíðardagskrá, jólahugvekja, jólahelgileikur, gengið í kring um jólatréð í skólanum á Stokkseyri og jólin sungin inn. Jólasveinarnir munu að […]
Foreldrafræðsla Siggu Daggar í Árborg
Dagana 12. – 15. desember nk. mun Sigga Dögg kynfræðingur koma með kynfræðslu inn í grunnskólana í Árborg fyrir nemendur í 9. og 10. bekk. Sigga Dögg mun í framhaldi af þeirri fræðslu vera með fyrirlestur fyrir foreldra í sal Vallaskóla, fimmtudaginn 15. desember kl. 18:00 – 20:00, boðið verður upp á veitingar. Að auki […]