Viðburðir á vegum foreldrafélags BES
Það er sannarlega af nægu að taka í desember. Vinna við búningagerð vegna jólaguðspjallsins fer fram í kvöld kl. 20.00 í skólanum á Stokkseyri. Á morgun, miðvikudaginn 14.desember, er jólabingó foreldrafélagsins í skólanum á Stokkseyri frá kl. 17.00 – 19.00. Fjölmennum á báða þessa viðburði!!! Starfsmenn og foreldrar BES
Frábær árangur 9. bekkinga í forvarnarverkefni
Á dögunun spreyttu nemendur 9. bekkjar við Barnaskólann sig á verkefninu „hugsað um ungbarn“. Verkefnið er á vegum forvarnarnefndar Árborgar og snýr að fræðslu nemenda gagnvart ótímabærum þungunum og því ábyrgðamikla hlutverki að vera foreldri. Nemendur fengu dúkkur sem eru forritaðar líkt og ungbörn sem þýddi að nemendur þurfu að bregðast við ungbarnagráti að nóttu […]
Jólagluggi Árborgar í BES
Þriðjudaginn 6. desember vígðu nemendur og starfsfólk Barnaskólans á Eyrabakka og Stokkseyri jólaglugga Árborgar. Yngra stig skólans heimsótti það eldra á Eyrarbakka og tók þátt í gleðinni með eldri nemendum. Kátt var á hjalla, jólalög sungin og mikið fagnað þegar gluggi BES var afhjúpaður. Það voru nemendurnir Kristrún, Linda, Agnes, Andrea, Ingunn, og Eydís sem áttu […]
Falleg skilaboð til lánþega almenningsbókasafnsins
Nemendur í Barnaskólanum fóru á baráttudegi gegn einelti og dreifðu hamingjukrukkum á hina ýmsa staði á Eyrarbakka og Stokkseyri. Hafdís á skólabókasafninu ákvað að fá nemendur í 3. bekk í lið með sér og halda áfram að dreifa fallegum skilaboðum út til þorpsbúa með því að skrifa þau á minnismiða og setja inn í nýjar bækur. […]