Stórglæsileg árshátíð unglingastigs
Árshátíð unglingastigs fór fram í gær, fimmtudaginn 24. nóvember. Nemendur og starfsmenn skemmtu sér konunglega yfir skemmtiatriðum sem undirbúin höfðu verið í aðdraganda hátíðarinnar.Stórglæsilegur, tveggja rétta málsverður framreiddur af Hugrúnu matráði var snæddur og kvöldinu svo slúttað í dansi. Frábær árshátíð unglingastigs!
Árshátíð unglingastigs 24. nóvember
Fimmtudaginn 24. nóvember verður árshátíð nemenda í 7.-10. bekk haldin í skólanum á Stokkseyri. Húsið opnar klukkan 19:00, borðhald hefst klukkan 19:30. Eftir að borðhaldi lýkur taka við skemmtiatriði og dansleikur til kl. 23:30. Rúta ferjar nemendur frá Eyrarbakka yfir á Stokkseyri kl. 18:45 og aftur heim kl. 23:30. Þeir sem eiga eftir að borga fyrir […]
Frá Róm til Þingvalla í 5. bekk
Nemendur í 5. bekk hafa verið að vinna í verkefni í samfélagsfræði sem heitir Frá Róm til Þingvalla. Kennsluefnið snýr að sögu fornaldar, einkum Rómaveldi og upphaf kristni, hins vegar á fyrstu aldir Íslandsbyggðar, frá landnámi og fram yfir kristnitöku. Einnig greinir frá Norðurlöndum allt frá steinöld og Vestur-Evrópu frá þjóðflutningum til víkingaaldar. Nemendur gerðu mögnuðum […]