Verkefnadagur, viðtalsdagur og vetrarfrí
Þriðjudaginn 23. febrúar er verkefnadagur kennara í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri, nemendur eru í leyfi þann dag. Miðvikudaginn 24. febrúar er viðtalsdagur á Stokkseyri þar sem nemendur og foreldrar funda með umsjónarkennara um sína námsstöðu. Fimmtudaginn 25. og föstudaginn 26. febrúar er svo vetrarfrí. Skólavistin Stjörnusteinar er opin sem hér segir: Þriðjudag kl. 07:45-16:30 […]
Fimir nemendur Barnaskólans
Síðastliðinn laugardag héldu 33 börn úr BES á sitt annað hópfimleikamót Hamars í Hveragerði. Þau stóðu sig með eindæmum vel og voru sér og öðrum til sóma. Bestu kveðjur frá fimleikaþjálfurunum, Ingibjörgu Markúsdóttur og Ásdísi Maríu Magnúsdóttur.
112 dagurinn er í dag!
112-dagurinn er haldinn um allt land í dag og er sjónum að þessu sinni beint að almannavörnum. Aðstandendur dagsins fræða almenning um almannavarnir og er sérstök áhersla lögð á að fjalla um viðbúnað og viðbrögð almennings við náttúruhamförum á borð við jarðskjálfta og óveður. Neyðarlínan fagnar einmitt 20 ára afmæli um þessar mundir en 1. janúar […]
Öskudagurinn 2016
Kæru forráðamenn! Miðvikudaginn 10. febrúar, ÖSKUDAGINN, verður ýmislegt til gamans gert hér í skólanum. Kötturinn sleginn úr tunnunni og dansað örlítið! Að venju verður skóladagurinn ögn styttri og lýkur hjá öllum kl. 13.15. Þetta gefur öllum tækifæri til að eiga skemmtilegan dag og ferðast á milli staða og syngja fyrir hina og þessa! Kær kveðja ! […]
Skák fyrir ungmenni
Fischersetrið á Selfossi, Austurvegi 21, mun hafa opið hús fyrir grunnskólakrakka á laugardögum frá kl. 11:00 – 12:30, þar sem þeim gefst tækifæri til að hittast og tefla saman. Fyrsti tíminn var s.l. laugardag eða 30. janúar og er hugmyndin að þetta verði næstu átta laugardaga eða hvern laugardag á undan kennslu grunnskólabarna á sunnudögum […]