Fréttir

Nemendur BES á sinfóníutónleikum

Nemendur 4. bekkjar fóru á sinfónutónleika hjá Sinfóníuhljómsveit Suðurlands á dögunum ásamt öðrum nemendum 4. bekkjar í Árborg. Þar hlýddu nemendur á hljóðfærakynningu, verk úr bíómyndunum um James Bond og svo aðalverk dagsins, Lykillinn eftir Tryggva M. Balvinsson og Sveinbjörn I. Baldvinsson. Friðrik Erlingson var sögumaður og lifðu nemendur sig inn í frábæran flutninginn.

Nemendur BES á sinfóníutónleikum Read More »

Unglinga- og ungmennaráðgjöf

Sveitarfélagið Árborg hefur ráðið til sín Unglinga- og ungmennaráðgjafann Ingu Þórs Yngvadóttir, sem sinnir ráðgjafaþjónustu fyrir börn á aldrinum 13-18 ára (frá 8. bekk). Starfið er þvert á deildir fjölskyldusviðs og samræmist það vel stefnu fagsviðsins um að hafa þjónustuna aðgengilega, koma henni að á fyrri stigum með góðri teymisvinnu milli deilda og alltaf með

Unglinga- og ungmennaráðgjöf Read More »

Bólusetning við COVID-19 fyrir nemendur í 7.-10. bekk

Nú í ágúst verður boðið upp á bólusetningu gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum 12-15 ára. Bólusett verður þann 18. ágúst nk. í félagsheimilinu Þingborg í Flóahreppi  kl. 19:30 Forráðamaður sem óskar eftir bólusetningu fyrir barn sitt þarf að fylgja barni í bólusetninguna eða senda staðgengil 18 ára eða eldri með umboð. Börnum í 7.

Bólusetning við COVID-19 fyrir nemendur í 7.-10. bekk Read More »

Skólasetning fyrir skólaárið 2021-2022

Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri   Skólasetning Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri fer fram í húsnæði skólans á Stokkseyri þriðjudaginn 24. ágúst 2021. Einn forráðamaður er heimilaður með hverjum nemanda. Kl. 09:00 Nemendur í 2.- 6. bekk, f. 2014 – 2010 Kl. 11:00 Nemendur í 7. – 10. bekk, f. 2011 – 2006 Nemendur og

Skólasetning fyrir skólaárið 2021-2022 Read More »

Sumarleyfi og breytingar á stundatöflum næsta skólaárs

Starfsmenn Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri eru komir í sumarleyfi. Skrifstofa skólans opnar þriðjudaginn 3. ágúst. Símenntunardagar kennara hefjast 11. ágúst og starfsdagar hefjast 16. ágúst. Skólasetning verður þriðjudaginn 24. ágúst. Á næsta skólaári verða gerðar breytingar á stundatöflum á yngsta stigi frá stundatöflu síðastliðins skólaárs. Nemendur yngsta stigs munu ljúka skóladegi kl. 13:15 daglega

Sumarleyfi og breytingar á stundatöflum næsta skólaárs Read More »

Frábærir vordagar í BES

Vordagarnir í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri voru bæði fjölbreyttir og skemmtilegir. Margt fróðlegt og skemmtilegt var brallað, nemendaferð var farin á Þingvelli, Alviðra heimsótt, sund á Borg í Grímsnesi, hjólreiðaferðir farnar, umhverfisdagur með ruslatínslu, kayaksigling, íþrótta- og leikjadagur og svo fór Járkrakkinn fram í þriðja sinn. Járkrakkinn er þríþraut þar sem þriggja manna lið

Frábærir vordagar í BES Read More »

Yfirlýsing vegna viðurkenninga til nemenda á skólaslitum grunnskóla

Skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri og sviðsstjóri fjölskyldusviðs Sveitarfélagsins Árborgar harma mistök sem urðu við verðlaunaafhendingu á skólaslitum í sveitarfélaginu. Farið verður yfir framkvæmd skólaslita allra grunnskólanna á samstarfsvettvangi skólastjóra og sviðsstjóra með það að markmiði að fyrirbyggja slík mistök í framtíðinni. Páll Sveinson, skólastjóri Þorsteinn Hjartarson, sviðsstjóri  

Yfirlýsing vegna viðurkenninga til nemenda á skólaslitum grunnskóla Read More »